„Ég meina, þetta hlýtur að vera svona stærsta femíníska aðgerð hvers femínista“ Uppeldishugmyndir og -aðferðir íslenskra femínískra foreldra

Umfjöllunarefni þessarar rannsóknar er femínískt uppeldi. Megintilgangur rannsóknarinnar er að draga fram hugmyndir, markmið og aðferðir foreldra, búsettra á Íslandi sem skilgreina sig sem femínista, í þeirri vegferð að ala börnin sín upp með femínískum áherslum. Niðurstöðurnar eru settar í samhengi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Fríða Árnadóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40734
Description
Summary:Umfjöllunarefni þessarar rannsóknar er femínískt uppeldi. Megintilgangur rannsóknarinnar er að draga fram hugmyndir, markmið og aðferðir foreldra, búsettra á Íslandi sem skilgreina sig sem femínista, í þeirri vegferð að ala börnin sín upp með femínískum áherslum. Niðurstöðurnar eru settar í samhengi við ólíkar femínískar stefnur, birtingarmyndir feðraveldisins, kvenleika og karlmennsku. Einnig er lögð áhersla á að niðurstöðurnar séu settar í samhengi við veruleika viðmælenda sem er íslenskt samfélag þar sem ára kynjajafnréttis ríkir. Rannsóknin er unnin samkvæmt eigindlegum rannsóknaraðferðum en tekin voru hálfopin viðtöl við fjórtán foreldra, mæður og feður, sem segjast sjálf ala börnin sín upp á femínískan hátt. Niðurstöðurnar benda til þess femínískt uppeldi spretti fyrst og fremst upp úr reynsluheimi viðmælenda minna og upplifun þeirra af feðraveldinu. Þau yfirfæra sína reynslu yfir á börnin sín og nýta sitt foreldralega vald til þess að leiðbeina þeim í gegnum lífið. Foreldrarnir leggja megináherslu á góð samskipti við börn sín, virk skoðanaskipti og gagnrýna umræðu til þess að tryggja að börnin þroski gagnrýna hugsun, verði fær um að skilja regluverk feðraveldisins og bjóða því þar með birginn. Ólík afstaða foreldranna til femínisma gerir það að verkum að aðferðirnar eru afar fjölbreyttar. Ára kynjajafnréttis í íslensku samfélagi sem og samfélagsleg forréttindastaða viðmælenda gerir það að verkum að orðræða nýfrjálshyggjufemínisma verður algeng þar sem femínisminn snýr frekar að hverjum einstaklingi eða barni, í stað heildarinnar. The topic of this thesis is feminist parenting. The aim of this project is to highlight the ideas, goals and methods of parents, living in Iceland and identifying as feminist, in the process of raising their children with feminist values. The conclusions are put into the context of different feminist theories, manifestations of the patriarchy, femininity and masculinity. In addition, the conclusions take into account the society the participants live in everyday, that is, ...