,,Það er ágætt, stelpan talar bara!" - Ástæður þess að konur ákveða að hætta í sveitarstjórnum

Útdráttur Ritgerðin fjallar um ástæður þess að konur á svæði SSNE taka þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn. Á landsvísu hefur verið mikil endurnýjun fulltrúa í sveitarstjórnum. Árið 2018 hættu 146 konur í sveitarstjórnum landsins, tæp 66% þeirra sem kjörnar vor...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta Fönn Flosadóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40733
Description
Summary:Útdráttur Ritgerðin fjallar um ástæður þess að konur á svæði SSNE taka þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn. Á landsvísu hefur verið mikil endurnýjun fulltrúa í sveitarstjórnum. Árið 2018 hættu 146 konur í sveitarstjórnum landsins, tæp 66% þeirra sem kjörnar voru 2014. Karlar sem hættu 2018 voru 150 (53,2%) þeirra karla sem kjörnir voru 2014. Þarna er greinilegur kynjamunur á, en hverjar eru ástæðurnar? Markmið þessarar rannsóknar er að greina þær ástæður sem liggja að baki ákvörðun kvenna að hætta störfum í sveitarstjórn. Ritgerðin skiptist í 7 kafla. Fjallað er um íslensk sveitarfélög almennt og fulltrúa í sveitarstjórnum, stöðu þeirra og skyldur. Fræðileg umfjöllun um viðfangsefnið og umræða um mögulegar ástæður fyrir því að konur ákveða að gefa ekki kost á sér aftur. Sveitarfélög á svæði SSNE eru kynnt og fjallað um brottfall sveitarstjórnarfulltrúa á svæðinu. Farið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar vitnað í viðmælendur með beinum og óbeinum hætti. Að endingu eru umræður og lokaorð þar sem niðurstöður eru ræddar og rannsóknarspurningum svarað. Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. case study). Notuð er blanda eigindlegra og megindlegra rannsóknaraðferða. Notast er við „skýrandi raðsnið“ (e. explanatory sequential design), þar sem megindlegra gagna er fyrst aflað (þ.e. tölfræðigagna með spurningakönnun), svo er þeim fylgt eftir með viðbótargagnaöflun frá minna úrtaki, þar sem eigindlegra gagna er aflað með djúpviðtölum. Helstu niðurstöður eru þær að kulnunarhætta vegna álags er meginstefið í ákvörðun kvennanna. Álagið skapast vegna margra ólíkra þátta. Sumir eru tengdir starfsumhverfi sveitarstjórnarfulltrúans. Aðrir þættir eru tengdir togstreitu milli fjölskyldulífs og atvinnu. Í þriðja lagi er það áreitið og áreitnin sem hefur mikil áhrif. The aim of this paper is to find out the reasons why women in the Northeast region of Iceland decide not to seek re-election to local governments. The renewal of representatives in local governments has been significant in the last ...