Fyrirmyndar ferilskrá fyrir frábært fólk. Sýn ráðningaraðila í ferðaþjónustu á atvinnuumsóknir

Þessi rannsókn fjallar um atvinnuumsóknir útfrá sjónarhorni ráðningaraðila í ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið er að komast að því hvernig ráðningaraðilar meta ferilskrár og kynningarbréf. Áhersla er lögð á hvaða þættir í starfsumsókn leiða til atvinnuviðtals. Tekin voru eigindleg hálfstöðluð viðtö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafdís Karlsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40714
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um atvinnuumsóknir útfrá sjónarhorni ráðningaraðila í ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið er að komast að því hvernig ráðningaraðilar meta ferilskrár og kynningarbréf. Áhersla er lögð á hvaða þættir í starfsumsókn leiða til atvinnuviðtals. Tekin voru eigindleg hálfstöðluð viðtöl við sex ráðningaraðila í stórum ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður gefa vísbendingar um að ráðningaraðilar virðast vilja ferilskrá sem er stutt, hefðbundin, fagleg, auðlesanleg og án stafsetningarvillna. Mikilvægt er að ferilskráin sé sérsniðin fyrir ákveðið fyrirtæki þar sem hæfniskröfum fyrir tiltekið starf er náð. Öllum ráðningaraðilunum þykir veigamikið að umsækjandi búi til sérsniðna umsókn um starf hjá þeirra fyrirtæki þar sem fram kemur áhugi og þekking á starfsemi fyrirtækisins. Einnig getur húmor virkað til að ná athygli ráðningaraðila svo lengi sem fyndnin er við hæfi. Athyglisvert er að ráðningaraðilar vildu allir fá meðmælendur, ekki meðmælabréf, og taka fram að það mætti hafa samband við meðmælendur. Svo virðist sem ferilskrá og kynningarbréf sé notuð til að meta umsækjanda sem starfskraft og einstakling og því er mikilvægt að vanda til verka með tilliti til stafsetningar, málfars og öllu útliti ferilskrár jafnvel þó ekkert í viðkomandi starfi krefjist ritfærni. Lykilorð: Ferilskrá - Kynningarbréf - Atvinnuumsókn – Starfsráðning – Ráðningaraðilar This thesis is about job applications from the perspective of recruiters in the tourism industry in Iceland. The aim of the study is to find out how recruiters evaluate resumés and cover letters. Emphasis was placed on which aspects of the job application led to a job interview. Qualitative semi-standardized interviews were conducted with six recruiters at large tourism companies in the capital area. Results show that recruiters seem to prefer a resumé that is short, traditional, professional, easy to read and without spelling mistakes. It is also significant that the resumé is tailored to a specific company where the qualification ...