"Þetta er svo næs staður": ungmenni og Amtsbókasafnið á Akureyri

Ungmenni eru sá aldurshópur sem almenningsbókasöfn hafa átt hvað erfiðast með að ná til. Mikil þróun hefur átt sér stað á starfi almenningsbókasafna undanfarna áratugi. Meiri áhersla er nú lögð á bókasöfn sem samkomustað og vettvang sem fólk getur nýtt eftir eigin höfði. Þrátt fyrir þessar breytinga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrönn Björgvinsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40711
Description
Summary:Ungmenni eru sá aldurshópur sem almenningsbókasöfn hafa átt hvað erfiðast með að ná til. Mikil þróun hefur átt sér stað á starfi almenningsbókasafna undanfarna áratugi. Meiri áhersla er nú lögð á bókasöfn sem samkomustað og vettvang sem fólk getur nýtt eftir eigin höfði. Þrátt fyrir þessar breytingar vilja sumir meina að bókasöfn séu gamaldags stofnanir í hugum ungmenna og að þau sjái ekki tilgang með heimsóknum þangað. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hugmyndir ungmenna um almenningsbókasöfn og með hvaða hætti þau telji að bókasöfn geti bætt þjónustu sína við sinn aldurshóp. Tekin voru eigindleg viðtöl við átta ungmenni á aldrinum 13-17 ára og þrjá fullorðna einstaklinga sem vinna náið með ungmennum. Allir viðmælendur eru búsettir á Akureyri og nágrenni og því taka svör þeirra fyrst og fremst mið af Amtsbókasafninu á Akureyri. Ungmennin í rannsókninni eru flest notendur bókasafnsins og lesa sér til skemmtunar. Viðhorf þeirra eru því ekki endilega dæmigerð fyrir öll ungmenni. Almennt voru ungmennin jákvæð í garð Amtsbókasafnsins en lögðu þó fram ýmsar tillögur að úrbótum. Að mati þeirra væri hægt að auka sýnileika bókasafnsins til muna og þar eru samfélagsmiðlar mikilvægt verkfæri. Þau telja að bókasafnið sé á vissum stalli sem mörg ungmenni tengi ekki við og það þurfi að koma því betur til skila að almenningsbókasöfn séu fyrir alla. Það sé meðal annars hægt að gera með því að hampa því afþreyingargildi sem bókasafnið hefur. Til þess að ná betur til ungmenna þarf að eiga sér stað virkt samtal svo ungmennin átti sig á að þau geti haft áhrif á þjónustu bókasafnsins. Teens and young adults are an age group that public libraries have had difficulty reaching. The role of public libraries has developed significantly in recent decades. More emphasis is now being placed on libraries as a meeting place and a platform that people can use on their own. Despite these changes, some would argue that in the minds of teens and young adults’ libraries are old-fashioned institutions and that they don’t see a ...