Undir sama hatti: Eigindleg rannsókn á viðhorfum til skapandi greina

Skapandi greinar hafa verið í sviðsljósinu víða um heim undanfarna áratugi í tengslum við opinbera stefnumótun. Á Íslandi var ljósi varpað á greinarnar í kringum 2010 og stjórnvöld hafa talað um þær síðan sem eina heild. Þótt heildin samanstandi af ýmsum atvinnugreinum, svo sem menningar- og listgre...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Hauksdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40695
Description
Summary:Skapandi greinar hafa verið í sviðsljósinu víða um heim undanfarna áratugi í tengslum við opinbera stefnumótun. Á Íslandi var ljósi varpað á greinarnar í kringum 2010 og stjórnvöld hafa talað um þær síðan sem eina heild. Þótt heildin samanstandi af ýmsum atvinnugreinum, svo sem menningar- og listgreinum, getur hún talist nokkuð sundurleit. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi greinanna fyrir efnahagsvöxt í landinu og rök stjórnvalda fyrir stuðningi við greinarnar hafa færst úr því að byggja fyrst og fremst á menningarlegu gildi þeirra til þess hvaða hagrænu áhrif þær hafa. Í þessari rannsókn er leitast við að skilja betur viðhorf aðila innan skapandi greina. Fræðileg viðmið rannsóknarinnar grundvallast á kenningum um skoðanakerfi (e. institutional logics) en innan skapandi greina eru tvö mótsagnakennd skoðanakerfi sögð vera við lýði, listrænt skoðanakerfi, þar sem sköpuð er list listarinnar vegna, og markaðsskoðanakerfi, þar sem markmiðið er að hámarka hagnað. Kenningum um skoðanakerfi er beitt bæði til þess að greina umræðuna um skapandi greinar og niðurstöður rannsóknarinnar. Eigindleg aðferðafræði er notuð við framkvæmd rannsóknar og viðtöl tekin við níu aðila innan hönnunar-, tónlistar- og tölvuleikjageirans, þriggja innan hvers geira. Niðurstöður benda til þess að viðhorf innan tölvuleikjageirans séu frábrugðin viðhorfum innan hönnunar- og tónlistargeirans, til dæmis til fjármögnunar, vaxtarmöguleika og hags starfsfólks. Hagsmunir greinanna eru af ólíkum meiði og aðilar nota oft sömu hugtökin án þess að ljóst sé hvort átt sé við sama hlutinn. Niðurstöður leiða einnig í ljós hvort aðilar samsami sig því að vera hluti af skapandi greinum en þar eru skýr skil milli tölvuleikjageirans annars vegar og hönnunar- og tónlistargeirans hins vegar. Nokkur líkindi eru með greinunum þremur hvað varðar áhrif þeirra á samfélagið og framtíðina. Niðurstöður ættu að gagnast stjórnvöldum til að móta stefnu á skapandi greinum í framtíðinni og koma til móts við ólíkar greinar á viðeigandi forsendum. Increased emphasis has been ...