Það hefst með eðlishvötinni að vilja þjóna : þjónandi forysta og Aldamótakynslóðin

Verkefnið er lokað til 01.04.2142. Þessi ritgerð er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.Sc. prófs í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin fjallar um þjónandi forystu. Heiti hennar er tilvitnun frá upphafsmanni þjónandi forystu á 20. öldinni, Robert K. Greenleaf, þegar hann lýsir hinum þj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ebba Margrét Skúladóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40648
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.04.2142. Þessi ritgerð er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.Sc. prófs í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin fjallar um þjónandi forystu. Heiti hennar er tilvitnun frá upphafsmanni þjónandi forystu á 20. öldinni, Robert K. Greenleaf, þegar hann lýsir hinum þjónandi leiðtoga. Hún vísar til þess að þjónusta er ekki eitthvað sem við færum að fórn heldur þvert á móti liggur þörfin til hennar djúpt í eðli mannsins. Þar er upphafið, í viljanum til að þjóna. Hugmyndafræðin um þjónandi forystu á sér töluvert lengri sögu og í þessari ritgerð verður sagan rakin og hugmyndafræðin útskýrð. Tekin voru viðtöl við þrjá þjónandi leiðtoga innan skipulagsheilda sem hafa tileinkað sér hugmyndafræðina um þjónandi forystu. Rauði þráðurinn úr viðtölunum voru starfsánægja, valdefling og siðfræði. Þessar kenningar verða svo settar í samband við Aldamótakynslóðina svokölluðu, sem er nú stór hluti af vinnumarkaðnum. Með henni er átt við fólk sem fæddist á tveimur síðustu áratugum 20. aldar og myndar meginþorra vinnuaflsins á okkar tímum. Í umræðum verða viðtölin tengd við þjónandi forystu og spyr hvort og þá af hverju þjónandi leiðtogar eru góðir stjórnendur fyrir Aldamótakynslóðina. This thesis is about Servant leadership and Millenials. The title is a quote from the founder of the Servant leadership movement in the Twentieth century, Robert K. Greenleaf, as he described the servant leaders: “it begins with the natural feeling that one wants to serve, to serve first“. The purpose of this thesis is to explore if servant leaders are good managers for Millenials and if implementing Servant leadership in organizations can have a positive effect on employee satisfaction and their empowerment. Three Icelandic servant leaders in organizations were asked three questions based on the three pillars of Servant leadership according to Sigrún Gunnarsdóttir. From their answers, three main terms prevailed. The concepts are employee satisfaction, employee empowerment and ethics and they were further defined ...