Fór Seðlabanki Íslands að stjórnsýslulögum í málarekstri gegn Samherja hf?

Í þessari ritgerð mun höfundur leitast við að svara því hvort Seðlabanki Íslands hafi farið að stjórnsýslulögum í málarekstri gegn Samherja hf. Fjallað verður um og farið nokkuð ítarlega yfir stjórnsýslulög nr. 37/1993 frá 1. janúar 1994 og í framhaldi af því er einnig fjallað sérstaklega um lögmæti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bergþór Bjarnason 1970-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40578
Description
Summary:Í þessari ritgerð mun höfundur leitast við að svara því hvort Seðlabanki Íslands hafi farið að stjórnsýslulögum í málarekstri gegn Samherja hf. Fjallað verður um og farið nokkuð ítarlega yfir stjórnsýslulög nr. 37/1993 frá 1. janúar 1994 og í framhaldi af því er einnig fjallað sérstaklega um lögmætisregluna sem er grundvallarregla stjórnsýsluréttar. Lögmætisreglan felur í sér að ákvarðanir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir og þær verða að eiga sér lagastoð. Staða Seðlabanka Íslands í stjórnkerfinu og hlutverki bankaráðs Seðlabankans eru gerð skil. Einnig er og tæpt á starfsemi Samherja hf. Fjallað er um gjaldeyriseftirlitið og tilkomu þess í framhaldi af gjaldeyrishöftum. Upphaf málsins er rakið og farið yfir tímalínu í málinu sem staðið hefur í 8 ár. Einnig er farið stuttlega yfir húsleit sem markar upphaf málsins hún var umdeild á sínum tíma og er enn umdeildari eftir að nýjar upplýsingar komu fram núna í lok október. Skoðaðar eru ákærur, álagðar sektir og dómar í málinu. Ítarlega er farið yfir álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 sem birt var 22. janúar 2019 ásamt fylgigögnum og samskipti annarra ríkisstofnanna. Farið er í áskilnað í lögum og hvort hann hafi verið til staðar.