Nýliðun í garðyrkju

Hefur nýliðunarstuðningur í landbúnaði náð markmiðum sínum til að auka nýliðun í garðyrkju? Tekin voru eigindleg viðtöl við nýja garðyrkjubændur er flokkast sem nýliðar samkvæmt rammasamningi sem stjórnvöld gerðu við Bændasamtök Íslands 2016. Skoðuð er sögulega þróun landbúnaðar á Íslandi í gegnum a...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Óli Björn Finnsson 1989-, Jón Ingi Sigvaldason 1972-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40568
Description
Summary:Hefur nýliðunarstuðningur í landbúnaði náð markmiðum sínum til að auka nýliðun í garðyrkju? Tekin voru eigindleg viðtöl við nýja garðyrkjubændur er flokkast sem nýliðar samkvæmt rammasamningi sem stjórnvöld gerðu við Bændasamtök Íslands 2016. Skoðuð er sögulega þróun landbúnaðar á Íslandi í gegnum aldirnar og fram að nýjustu búvörusamningunum 2016, þar sem í fyrsta sinn var boðið upp á nýliðunarstuðning fyrir garðyrkju. Meðalaldur garðyrkjubænda hefur í gegnum tíðina verið sá hæsti á meðal búgreina og því nauðsynlegt að efla nýliðun. Enginn nýliðanna sagðist hafa gerst nýliði vegna nýliðunarstuðningsins, en þó hafi hann verið eins og kærkomin búbót ef hann fékkst. Hann sé bæði of óáreiðanlegur til að hægt sé að reikna með honum sem fjármögnun og einnig skorti að allar upplýsingar um stigagjöfina og umsóknarferlið séu aðgengilegar á einum og sama staðnum. Þá hafi meðalaldur bænda hækkað á þeim tíma síðan nýliðunarstuðningur fyrir allar búgreinar var samþykktur árið 2016. Þó skekkir það myndina að fjöldi lögaðila hefur aukist í þeim útreikningi og engar upplýsingar liggja fyrir um aldur raunverulegra eigenda þeirra félaga. Ljóst er að ef markmiðið er að auka nýliðun með nýliðunarstuðningi þarf hann að verða markvissari en hann er í dag. Has the agricultural recruitment support achieved its goal of increasing recruitment in horticulture? Qualitative interviews were conducted with new horticulture farmers who are classified as newcomers according to a framework agreement made by the government with the Icelandic Farmers' Association in 2016. It examines the historical development of agriculture in Iceland over the centuries and up to the latest agricultural agreements in 2016. The average age of horticultural farmers has traditionally been the highest among agricultural sectors and it is therefore necessary to strengthen recruitment. None of the newcomers said that they had become newcomers due to the recruitment support, but that it would have been a welcome gift if received. The support is both too unreliable to ...