Orkudrykkjamarkaðurinn á Íslandi

Neysla á orkudrykkjum hefur farið vaxandi undanfarin ár á Íslandi. Rekja má þá þróun fyrst og fremst til neyslu á orkudrykkjum undir merkjum NOCCO og Collab þar sem ný tækifæri hafa skapast. NOCCO og Collab eru vinsælustu orkudrykkirnir í dag. Core heildsalan framleiðir NOCCO drykkina en Ölgerðin fr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sylvía Erla Melsted 1996-, Róbert Freyr Samaniego 1996-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40548
Description
Summary:Neysla á orkudrykkjum hefur farið vaxandi undanfarin ár á Íslandi. Rekja má þá þróun fyrst og fremst til neyslu á orkudrykkjum undir merkjum NOCCO og Collab þar sem ný tækifæri hafa skapast. NOCCO og Collab eru vinsælustu orkudrykkirnir í dag. Core heildsalan framleiðir NOCCO drykkina en Ölgerðin framleiðir Collab. Talið er að neysla orkudrykkja meðal framhaldsskólanema hafi aukist um 150% á síðastliðnum tveimur árum. Í þessari ritgerð verður fjallað nánar um orkudrykkjamarkaðinn á Íslandi og þróun hans, með tilliti til merkjanna NOCCO og Collab. Rakið verður hvernig þessir drykkir komu á markaðinn hérlendis og hvað gerir þá svona vinsæla. Næst verður gerð grein fyrir kaupferlinu hjá neytandanum, notkun markaðsfærslu til að ná sem bestum árangri í markaðssetningu, auglýsingum og áhrif sýnileika í búðum á þessa þætti. Gerð var markaðsrannsókn í þeim tilgangi að kanna hverjir væru neytendur orkudrykkjanna NOCCO og Collab, hvort það væri munur á þeim og hvað einkennir þá. Greint verður frá þeim niðurstöðum markaðskönnunarinnar. Þá verður litið til þess hvort sérstaða hvors merkis um sig hafi náð til neytenda. Í rannsókninni tóku 528 einstaklingar þátt og svöruðu þeir rafrænum spurningalista. Niðurstöðurnar gefa til kynna að neytendur NOCCO og Collab séu ekki ólíkir og noti flestir vöruna í sama tilgangi; til að fá auka orku. Þó nær NOCCO meira til yngri neytenda en Collab nær til breiðari markhóps. Niðurstöðurnar sýna einnig að neytendur kaupa Collab í auknum mæli vegna þeirrar sérstöðu að drykkirnir innihalda kollagen. Sérstaða NOCCO felst í því að þeir drykkir innihalda amínósýrur en þessi þáttur hefur ekki áhrif á kauphegðun neytenda á sama hátt, þar sem kaupendur velja flestir NOCCO eingöngu vegna bragðsins. Consumption of energy drinks has been growing in recent years in Iceland. This development has been primarily driven by increased consumption of NOCCO and Collab, where new opportunities have been created. NOCCO and Collab are the most popular energy drinks on the Icelandic market today. The wholesale ...