Hver er staðan í sjálfbærri ferðaþjónustu á Íslandi

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu sjálfbærnismála í ferðaþjónustu á Íslandi. Við stöndum á tímamótum í umgengni við náttúruna og hvernig við getum notið hennar á sjálfbæran hátt. Mikil umræða hefur verið upp á síðkastið um loftslagsmál og aukna sjálfbærni og samfélagsábyrgð í öllum atvi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Harpa Rún Hilmarsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40534
Description
Summary:Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu sjálfbærnismála í ferðaþjónustu á Íslandi. Við stöndum á tímamótum í umgengni við náttúruna og hvernig við getum notið hennar á sjálfbæran hátt. Mikil umræða hefur verið upp á síðkastið um loftslagsmál og aukna sjálfbærni og samfélagsábyrgð í öllum atvinnugeirum og þar með talið í ferðaþjónustu. Í þessari rannsókn verður kannað hvar við stöndum í sjálfbærni í ferðaþjónustu á Íslandi í dag. Markmið rannsóknarinnar er að reyna finna svör við hver eru lykilatriði til árangurs svo ferðaþjónustuaðilar tileinki sér sjálfbærni í sínum störfum og einnig hverjar helstu áskoranir standa í veg fyrir þeirri þróun. Heimsfaraldurinn Covid-19 setti að auki sitt mark á þessa þróun sem og ferðaþjónustunna í heild sinni en kannað var einnig þau mögulegu áhrif. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að að staða ferðaþjónustunnar í sjálfbærni sé ekki nógu góð og lykilatriði til árangurs sé að efla fræðslu um sjálfbærni og hvernig megi innleiða hana betur og framkvæma, koma með efnahagslegan hvata sem styður við þessa breytingu sem og auka aðhald til þess að ferðaþjónustuaðilar standi sig betur í þessum málefnum. Á sama tíma má lýta sem helstu áskorun að efla skilning, breyta hugarfari gagnvart sjálfbærni sem og heimsfaraldur setti sitt strik í reikninginn í átt að þessari sjálfbærri þróun ferðaþjónustu Íslands. Lykilorð: Ferðaþjónustan á Íslandi, sjálfbærni, lykilatriði til árangurs, helstu áskoranir. As a society, we are at a crossroads in dealing with nature and how we can enjoy it in a more sustainable way. There has been a great deal of discussion lately about climate issues and increased sustainability in all sectors of the economy, including tourism. This study will examine where we stand in sustainability in the tourism industry today in Iceland and what can possibly be done better. The aim of the study is to try to find answers to what are the key to success so that tourism operators aquire sustainability in their work and also what the main challenges stand in the way of ...