3000 tonna bleikjustöð á Bakka Húsavík : fjárhagsleg greining og úttekt á umhverfisskilyrðum

Fiskeldi er vaxandi grein á Íslandi. Mikil aukning hefur verið í sjókvíaeldi á laxi á undanförnum árum. Einnig hefur eldi á landi aukist. Framleiðsla á bleikju er hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Bleikja þykir álitleg fiskeldistegund fyrir aðstæður á Íslandi. Hún þrífst vel í köldu vatni, hægt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Annas Jón Sigmundsson 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40490
Description
Summary:Fiskeldi er vaxandi grein á Íslandi. Mikil aukning hefur verið í sjókvíaeldi á laxi á undanförnum árum. Einnig hefur eldi á landi aukist. Framleiðsla á bleikju er hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Bleikja þykir álitleg fiskeldistegund fyrir aðstæður á Íslandi. Hún þrífst vel í köldu vatni, hægt er að ala hana við mikinn þéttleika, er með góða fóðurnýtingu og þykir almennt harðgerð tegund. Bleikjueldi hefur verið stundað á Húsavík í meira en 20 ár með góðum árangri. Aðstæður á Húsavík eru góðar fyrir fiskeldi og er ein helsta ástæða þess gott aðgengi að jarðhita.Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er úttekt á kosti og arðsemismati þess að setja upp 3000 tonna bleikjueldisstöð á svæðinu næst kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka á Húsavík. Á árunum 2020 og 2021 hafa verið mikil áform um að reisa landeldisstöðvar á Íslandi til framleiðslu á ýmsum fisktegundum í fiskeldi. Á Húsavík hefur fyrirtækið Haukamýri starfrækt bleikjueldisstöð um árabil og er leitast eftir því að skoða hvort forsendur séu fyrir því að reisa allt að 3000 tonna bleikjueldisstöð á Húsavík sem yrði marfalt stærri stöð en Haukamýri. Horft er til þess að framleiða bleikju með vísan í hreinleika íslenskrar náttúru og að hún sé alinn upp við allra bestu aðstæður með tilliti til umhverfissjónarmiða. Aquaculture is a growing industry in Iceland. There has been a large increase in salmon aquaculture in recent years. Land farming have also increased. The production of Arctic charr is nowhere higher in the world than in Iceland. Arctic charr are considered a respectable aquaculture species for conditions in Iceland. It thrives well in cold water, can be bred at high densities, has good feed utilization and is generally considered a hard species. Arctic charr farming has been practiced in Húsavík for more than 20 years with good results. Conditions in Húsavík are good for aquaculture and one of the main reasons for this is good access to geothermal energy.The topic of this dissertation is an assessment of the benefits and profitability assessment of ...