Hönnun á ígreyptu kerfi sem mælir umhverfisþætti og meðhöndlun á vörum í flutningi

Í nútímasamfélagi reiðum við okkur á sífellt stækkandi markað og hraðari vöruflutningsnet til að flytja vörur. Hver sem varan er og óháð því hve varan ferðast langt gerum við kröfu um ákveðna meðhöndlun á farminum sem er fluttur. Oft eru flutningsferli samsett af keðju flutningsaðila og mörgum mismu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andri Þorláksson 1985-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40452
Description
Summary:Í nútímasamfélagi reiðum við okkur á sífellt stækkandi markað og hraðari vöruflutningsnet til að flytja vörur. Hver sem varan er og óháð því hve varan ferðast langt gerum við kröfu um ákveðna meðhöndlun á farminum sem er fluttur. Oft eru flutningsferli samsett af keðju flutningsaðila og mörgum mismunandi flutningsmátum. Upplýsingar um meðferð og umhverfisaðstæður vörunnar eru mikilvægar upplýsingar en oft er aðgangur að slíkum upplýsingum mjög takmarkaðar. Í þessu rannsóknar og þróunarverkefni er tekinn fyrir hönnun og þróun á ígreyptu kerfi sem mælir umhverfisaðstæður og meðferð á farmi í flutningi. Annmarkar sem takmarka nákvæmni og áreiðanleika skynjaragagna í ígreypta kerfinu eru rannsakaðir og útskýrðir. Tækjabúnaðurinn sem var hannaður í verkefninu mælir og skrásetur hita, raka, loftþrýsting, ljósmagn, fallhæð og legu farmsins á meðan flutningsferli stendur. Útfærð var frumgerð af tækjabúnaðinum og á henni framkvæmdar tilraunir til að sannreyna hæfni hennar og getu. Framkvæmdar voru tvær vettfangstilraunir á flutningi sjávarafurða frá Íslandi til Bretlands og frá Reykjavík til Akureyrar. Niðurstöður allra tilrauna sýna fram á að frumgerðin gefur mikilvægar og nákvæmar upplýsingar um umhverfisaðstæður og meðhöndlun farmsins í flutningsferlinu.