Starfsmannavelta í íslenskri ferðaþjónustu : ávinningur þess að hlúa vel að starfsfólki

Verkefnið er lokað til 01.01.2050. Starfsmannavelta er talin vera eitt af því sem einkennir ferðaþjónustu. Mannauður ferðaþjónustufyrirtækja er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækjanna sem nauðsynlegt er að huga að, þar sem það getur leitt til fjárhagslegs ávinnings fyrir fyrirtækin. Í skýrslunni sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auður Lóa Gunnarsdóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40430
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.01.2050. Starfsmannavelta er talin vera eitt af því sem einkennir ferðaþjónustu. Mannauður ferðaþjónustufyrirtækja er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækjanna sem nauðsynlegt er að huga að, þar sem það getur leitt til fjárhagslegs ávinnings fyrir fyrirtækin. Í skýrslunni sem hér um ræðir er greint frá verknámi skýrsluhöfundar á Hótel Langaholti sem staðsett er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Viðfangsefnið á verknámsstað snéri að móttöku og þjálfun nýliða hjá fyrirtækinu. Útbúinn var gátlisti sem hugsaður er fyrir eftirfylgni nýrra starfsmanna hjá fyrirtækinu. Ásamt því sem fyrsta uppkast var búið til af kennsluhandbók, sem hugsuð er fyrir stjórnendur fyrirtækisins þegar kemur að kennslu og þjálfun nýliða. Í verknáminu var rannsóknarspurning skýrslunnar jafnframt mótuð og er hún eftirfarandi: Hvaða áhrif getur móttökuferli nýliða og starfsánægja á vinnustað haft á starfsmannaveltu ferðaþjónustufyrirtækja? Til að svara spurningunni var unninn fræðilegur kafli meðal annars um starfsmannaveltu, móttökuferli nýliða og starfsánægju á vinnustað. Í ljós kom að móttökuferli nýliða og starfsánægja geta hvort um sig haft áhrif á starfsmannaveltu ferðaþjónustufyrirtækja. Lykilorð: Ferðaþjónusta, mannauðsstjórnun, nýliðamóttaka, starfsánægja, starfsmannavelta. Employee turnover rate is thought to be one of defining aspects of the travel industry in Iceland. Human resources are extremely valuable for companies in this sector and it is necessary to pay attention too for the rewards it offers. This report will disclose the internship of the author at Hotel Langaholt which is on the southern side of Snæfellsnes Peninsula. The subject of the internship was the introduction and training of new employees at the company. A checklist was created for the process of new employees as well as the first draft of a guidance book for senior staff member doing the training. During the internship the research question was molded and is it as follows: What effect can the recruitment process of new employees and job ...