Tækifæri lítilla og meðalstórra fyrirtækja á hliðarmarkaði Kauphallarinnar

Í þessari ritgerð eru teknir til rannsóknar möguleikar lítilla og og meðalstórra fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði með sérstöku tilliti til First North Iceland hliðarmarkaðar Kauphallarinnar. Skoðuð er staða og framlegð lítilla og meðalstórra fyrirtækja í atvinnu- og efnahagslífi landsins og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Höskuldur Gunnlaugsson 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40225
Description
Summary:Í þessari ritgerð eru teknir til rannsóknar möguleikar lítilla og og meðalstórra fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði með sérstöku tilliti til First North Iceland hliðarmarkaðar Kauphallarinnar. Skoðuð er staða og framlegð lítilla og meðalstórra fyrirtækja í atvinnu- og efnahagslífi landsins og helstu leiðir þeirra til fjármögnunar í uppbyggingu sinni og rekstri. Með Hruninu tók fyrir fjármögnun þeirra með hlutafé og lánafyrirgreiðslu handa þeim voru sett mun þrengri skilyrði en áður. Kauphöllin var í þessu ástandi líflaus og fráleitt nothæfur vettvangur fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja, allra síst nýrra. Með stofnun First North vaxtarmarkaðar Nasdaq árið 2006 í fjórum af Norðurlöndunum auk Eystrasaltsríkjanna og stöðu hans sem hliðarmarkaðar Kauphallarinnar sköpuðust nýir möguleikar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að sækja sér hlutafé á opnum markaði. Í rannsókninni er skoðað hverjir þessir möguleikar eru og hvernig fyrirtækin geti helst nýtt sér þá. Í því augnamiði er fyrirliggjandi þekking um hlut lítilla og meðalstórra fyrirtækja í atvinnu og efnahagslífi þjóðarinnar skoðuð og ríkjandi fjármögnunarleiðir þeirra. Í ljósi þeirrar þekkingar er leitað upplýsinga, mats og álits hjá nokkrum aðalleikurum á þessu sviði á kostum þess og göllum að skrá fyrirtæki á First North Iceland, hliðarmarkað Kauphallarinnar, forstjóra Kauphallarinnar, tveim fyrirtækjaráðgjöfum hjá Arctica Finance, forstjóra Play og forstjóra Sláturfélags Suðurlands,. Niðurstöður rannsóknarinnar eru athyglisverðar: Þessi markaður tengir vissulega saman fjármagn og fyrirtæki í rekstri og þróun en hann tengir líka saman fjármagn og hugmyndir. Til þess að virkja betur almenning til beinnar þátttöku og áhrifa í atvinnulífinu í gegnum sparifé sitt er nauðsynlegt að hlúa að því sem viðmælendur kalla hluthafamenningu þjóðarinnar. Til þess á ríki og löggjafi nokkrar leiðir en stóra spurningin gæti verið sú, hvort tímabært sé að færa hluta af vaxandi lífeyrissparnaði þjóðarinnar úr höndum fárra stjórnenda í hendur þeirra sem eiga ...