Áhrif Covid-19 á fjölda, eðli og alvarleika barnaverndartilkynninga

Þessi ritgerð fjallar um rannsókn þar sem skoðuð voru áhrif Covid-19 á barnaverndartilkynningar. Markmiðið var að kanna hvort barnaverndartilkynningar hefðu verið fleiri á meðan Covid-19 stóð, hvort ástæður tilkynninga hefðu breyst og hvort alvarleiki tilkynninga hefði aukist við Covid-19 samanborið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hanna Kristín Hannesdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40123
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um rannsókn þar sem skoðuð voru áhrif Covid-19 á barnaverndartilkynningar. Markmiðið var að kanna hvort barnaverndartilkynningar hefðu verið fleiri á meðan Covid-19 stóð, hvort ástæður tilkynninga hefðu breyst og hvort alvarleiki tilkynninga hefði aukist við Covid-19 samanborið við árið fyrir. Barnaverndartilkynningar á Akureyri og í Reykjanesbæ voru innihaldsgreindar eftir kóðum og svo umbreytt í töluleg gögn. Fjöldi tilkynninga í rannsókninni voru 455, en þær voru 239 í Reykjanesbæ og 216 á Akureyri. Einnig voru greind fyrirframgefin gögn barnaverndarnefnda Akureyrar og Reykjanesbæjar varðandi skráningar tilkynninga. Gagnasöfnun fór fram í apríl og fram til október 2021. Notast var við blandaða rannsóknaraðferð þar sem bæði var notuð eigindleg og megindleg aðferð. Niðurstöður sýndu að á tímum Covid-19 fjölgaði tilkynningum, breyting var á eðli þeirra, þær voru ekki alvarlegri á tímum Covid-19 en tilkynningar voru alvarlegri í Reykjanesbæ en á Akureyri. This essay is about a study that examines the effects of Covid-19 on child protection reports. The aim was to examine whether there had been an increase in child protection reports in Covid-19, whether the reasons for the reports had changed and whether the severity of them had increased in Covid-19 compared to the previous year. Child protection reports in Akureyri and Reykjanesbær where analysed by content analysis using codes and then transformed into statistical data. The number of reports in the study was 455, they were 239 in Reykjanesbær and 216 in Akureyri. Preliminary data were also analysed regarding the number of reports during the period in which data were collected. Data collection took place from April to October 2021. A mixed research method was used using both qualitative and quantitative methods. The results showed that in Covid-19 the number of reports increased, there was a change in nature of the reports, they weren´t more serious in Covid-19 but the reports were more serious in Reykjanesbær than in Akureyri.