Barnakennarar og skólahald í sveit og bæ 1944-1945

Í þessari ritgerð verður fjallað um barnakennara í Reykjavík og á austanverðu landinu um miðbik 20. aldar. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvernig háttað var högum og lýðfræðilegri stöðu barnakennara í sveit og bæ á þessum tíma. Fjallað er á víðtækan hátt um hvernig háttað var stöðu, högum og starf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Erla Björgvinsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40069
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður fjallað um barnakennara í Reykjavík og á austanverðu landinu um miðbik 20. aldar. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvernig háttað var högum og lýðfræðilegri stöðu barnakennara í sveit og bæ á þessum tíma. Fjallað er á víðtækan hátt um hvernig háttað var stöðu, högum og starfsumhverfi kennara á þessum tíma. Auk Reykjavíkur nær rannsóknin þannig til Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu, Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu og Norður- og Suður-Múlasýslu. Skólaárið 1944-1945 sem rannsóknin lýtur að, voru fjórir barnaskólar í Reykjavík reknir á vegum hins opinbera: Miðbæjarskólinn, Austurbæjarskólinn, Laugarnesskóli og Skildinganesskóli og þrír einkareknir barnaskólar: Skóli Ísaks Jónssonar, Landakotsskóli og Aðventistaskólinn. Við þessa skóla störfuðu alls 154 kennarar (að skólastjórum meðtöldum) og voru samtals 4.474 börn í opinberu skólunum og 475 börn í einkaskólunum. Í þeim sex sýslum sem valdar voru var að finna bæði mjög strjálbýl svæði sem og nokkuð fjölmenna byggðarkjarna og kaupstaði og samanlagt mátti þar finna allar skólagerðir: fasta heimangönguskóla, heimavistarskóla og farkennslu. Í sýslunum störfuðu alls 84 kennarar. Höfundur útbjó gagnagrunn um alla kennarana á rannsóknarsvæðunum og skráði í hann lýðfræðilegar upplýsingar um hvern kennara s.s. kyn, fæðingarár, fæðingarstað, félagslegan bakgrunn, menntun, hjúskaparstöðu og giftingarár, fjölda barna, viðbótarnám, starfsferil við kennslu og dánardag. Til athugunar á starfsumhverfi kennaranna safnaði höfundur upplýsingum um húsnæði skólanna á þessum tíma að því er varðaði fasta skóla og heimavistarskóla. Niðurstöður þessarar rannsóknar virðast sýna að ýmsar breytingar höfðu árið 1944 orðið á félags- og lýðfræðilegum einkennum íslenskra barnakennara frá því sem fyrr var á öldinni. Hlutfallslegur fjöldi karla í kennarahópnum hafði aukist umtalsvert, en þetta skólaár var hlutfall karlkennara í Reykjavík 59% en í sýslunum sex var hlutfall karlkennara 74%. Meðalaldur kennara var nú hærri og þeir verið lengur starfandi en verið hafði fyrr á ...