Hagkvæmni vatnsúðakerfa í íbúðum á Íslandi

Stórbruni varð í geymsluhúsnæði á Íslandi árið 2018. Húsnæðið sem brann var ekki varið með vatnsúðakerfi í samræmi við notkun byggingarinnar samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, svo mikið tjón varð. Ef byggingin hefði verið varin í samræmi við reglugerð er líklegt að fjárhagslegt og tilfinninga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Kara Ragnarsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39991
Description
Summary:Stórbruni varð í geymsluhúsnæði á Íslandi árið 2018. Húsnæðið sem brann var ekki varið með vatnsúðakerfi í samræmi við notkun byggingarinnar samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, svo mikið tjón varð. Ef byggingin hefði verið varin í samræmi við reglugerð er líklegt að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón hefði verið mun minna. Vatnsúðakerfi hafa ekki verið þekkt í íbúðabyggingum á Íslandi hingað til, en ekki eru gerðar kröfur um að verja íbúðir samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, að undanskildum byggingum sem eru hærri en 8 hæðir eða 23 m fyrir ofan jörðu. Þau atriði sem bjóða upp á tækniskipti í íslensku byggingarreglugerðinni nr. 112/2012 eru skoðuð, sem og í þeirri sænsku. Góður árangur hefur náðst með notkun vatnsúðakerfis í híbýlum fólks í Bandaríkjunum. Virkni þeirra reynist vera um 94% og bætt brunatjón var 370% hærra í óvörðu húsnæði heldur en í vatnsúðavörðu húsnæði. Líkur á manntjóni eru fimmfalt hærri og tæplega fimmfalt fleiri slökkviliðsmenn slasast við bruna í óvörðu húsnæði en vatnsúðavörðu. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort þjóðhagslegur ábati hljótist ef vatnsúðakerfi er sett í fleiri íbúðabyggingar. Það er gert með kostnaðarábatagreiningu.Til að leggja mat á ábata er stuðst við brunatjón í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum og skráð manntjón í Bandaríkjunum, með og án vatnsúðakerfis, og þeim niðurstöðum varpað yfir á brunatjón frá árinu 1981 og manntjón frá árinu 2011 á Íslandi. Undir kostnað fellur rekstrarkostnaður og uppsetningarkostnaður af vatnsúðakerfi. Niðurstaða kostnaðarábatagreiningarinnar er sú að þjóðhagslegur ábati hljótist af því að setja upp vatnsúðakerfi í margar tegundir fjölbýlishúsa á Íslandi. Ábatinn er mestur þegar fleiri íbúðir eru á sama kerfi og margir íbúar í hverri íbúð. Íbúðir þurfa að vera tiltölulega dýrar ef eingöngu ein íbúð er á kerfi svo það teljist þjóðhagslega hagkvæmt að verja þær með vatnsúðakerfi. In 2018 a massive fire broke out in a storage building in Iceland with major fire loss. The building was not protected with a sprinkler ...