„Askan dimm 1875“: Áhrif Öskjugossins árið 1875 á stöðugleika yfirborðs jarðar á Jökuldalsheiði

Ófyrirsjáanleg eldfjallavá, loftslagsbreytingar og jarðvegsrof hefur mótað líf Íslendinga frá örófi alda. Jaðarsvæði, líkt og Jökuldalsheiði, eru sérstaklega viðkvæm fyrir umhverfisbreytingum og áföllum þar sem m.a. gjóskufall getur haft neikvæðar afleiðingar á slík svæði í nokkrar aldir. Þessari ra...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Diljá Sæmundardóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39948
Description
Summary:Ófyrirsjáanleg eldfjallavá, loftslagsbreytingar og jarðvegsrof hefur mótað líf Íslendinga frá örófi alda. Jaðarsvæði, líkt og Jökuldalsheiði, eru sérstaklega viðkvæm fyrir umhverfisbreytingum og áföllum þar sem m.a. gjóskufall getur haft neikvæðar afleiðingar á slík svæði í nokkrar aldir. Þessari rannsókn er ætlað að auka þekkingu á þeim áhrifaþáttum sem geta raskað yfirborði lands til lengri eða skemmri tíma. Þá er ætlunin að auka þekkingu á áhrifum gjóskufalls á jaðarsvæði, sem nýtt hefur verið í minnst 1100 ár. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka umhverfisbreytingar og jarðvegsrof út frá jarðvegsþykknunarhraða á Jökuldalsheiði í kjölfar Öskjugossins árið 1875. Aðferðafræði gjóskulagafræðinnar var notuð þar sem hraði jarðvegsuppsöfnunar milli þekktra gjóskulaga var skoðaður í samtals 15 rofabörðum, á fimm svæðum á Jökuldalsheiði. Leitast var eftir að skýra mögulega áhrifaþætti, þ.e. hvað hefur áhrif á jarðvegsuppsöfnun á svæðinu. Niðurstöður sýna að uppsöfnunarhraði jarðvegs jókst töluvert í kjölfar goss í Veiðivatna-Dyngjuhálskerfinu árið 1477, samhliða auknum beitarþrýstingi og kólnandi loftslagi. Er Askja gaus árið 1875 hafði yfirborð lands mögulega þegar náð þolmörkum þar sem uppsöfnunarhraði jarðvegs mældist breytilegur eftir svæðum. Mögulegt er að gjóskufallið árið 1477 hafi komið af stað keðjuverkandi rofástandi sem enn má greina nú í dag. Unpredictable volcanic disasters, soil erosion and climate change have shaped the lives of Icelanders since the settlement in 874 AD. Peripheral areas, such as Jökuldalsheiði in the northeast of Iceland, are particularly vulnerable to such environmental changes and events. Ashfall, following a volcanic eruption could e.g., have a long-term negative effect causing prevailing soil erosion for centuries. This study aims to explore the effects of the Askja 1875 volcanic eruption on Jökudalsheiði. As well as exploring the effects of soil erosion, human exploitation, and climate change in the area. Tephrochronology is used to measure and compare environmental change ...