Frá orðræðu til athafna: Þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) varð lögfest þjónustuform fyrir fatlað fólk með lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir innleiðingu NPA á Íslandi. Farið er yfir hugmyndafræðina að baki NPA og hvernig framkvæmd er hátta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórdís L. Guðmundsdóttir 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39826
Description
Summary:Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) varð lögfest þjónustuform fyrir fatlað fólk með lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir innleiðingu NPA á Íslandi. Farið er yfir hugmyndafræðina að baki NPA og hvernig framkvæmd er háttað hérlendis. Lagt var upp með að svara því hvernig innleiðing NPA hefur þróast eftir lögfestingu, hvort áherslur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) nái fram að ganga í því stjórnsýslulega fyrirkomulagi sem umlykur NPA á Íslandi og hvaða þættir styðji við eða hindri innleiðingu NPA. Tekist var á við verkefnið með því að skoða tvö sveitarfélög sérstaklega þar sem farið var í gegnum umfjöllun velferðarráða þeirra um NPA og reglur þeirra um NPA greindar. Þá var skoðaður sá dómur sem fallið hefur varðandi NPA eftir að lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi. Einnig var farið yfir úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála er varða NPA. Niðurstöður sýna að SRFF og lög nr. 38/2018 styðja við framgang NPA. Vísbendingar eru um að takmörkuð fjármögnun NPA, skortur á vilja til að innleiða NPA, þátttökuleysi fatlaðs fólks í ákvörðunum tengdum fyrirkomulagi NPA og skortur á skilvirku eftirliti sé til staðar og vinni gegn farsælli innleiðingu. Flókið fyrirkomulag í kringum NPA og vandamál sem tengjast fjölþrepa stjórnsýslu hefur einnig hindrandi áhrif á innleiðinguna. Svo virðist sem ofangreindir þættir leiði til þess að áherslur SRFF og löggjafarvaldins hvað varðar innleiðingu NPA nái ekki fram að ganga. User-led personal assistance (UPA) became a legal form of service for disabled people with the Act on Services for Disabled People with Long-Term Support Needs no. 38/2018. This thesis focuses the implementation of UPA in Iceland from the time it was legalised. It provides an overview of the ideology and theoretical foundations that form the basis for UPA and examines the extent to which these are reflected in the implementation. The aim was to answer how the ...