Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og hugmyndir um framsal valds og ábyrgðar

Rannsókn þessi beinist að heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga (HES). Er starfsemi þeirra skoðuð inn á við, þ.e. tengsl og verkaskipting milli starfsfólks heilbrigðiseftirlita (framkvæmdarstjóra og heilbrigðisfulltrúa) og fulltrúa í heilbrigðisnefnd út frá hugmyndum um framsal valds og ábyrgðar. Einn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Berg Guðnadóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39791
Description
Summary:Rannsókn þessi beinist að heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga (HES). Er starfsemi þeirra skoðuð inn á við, þ.e. tengsl og verkaskipting milli starfsfólks heilbrigðiseftirlita (framkvæmdarstjóra og heilbrigðisfulltrúa) og fulltrúa í heilbrigðisnefnd út frá hugmyndum um framsal valds og ábyrgðar. Einnig er komið inn á tengsl heilbrigðiseftirlitsins við ríkisstofnanir, þ.e. Umhverfisstofnun (UST) og Matvælastofnun (MAST). Tengsl milli starfsfólks HES og heilbrigðisnefndar eru einnig skoðuð út frá hugmyndum um aðskilnað stjórnmála og embættismanna. Við rannsóknina var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem fyrirliggjandi gögn voru skoðuð. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að út frá kenningum og hugmyndum um framsals valds og ábyrgðar þá megi líkja sambandi HES og ríkisstofnana við vörslusamband. Er það vegna fulls sjálfstæðis HES sem þó starfar í seilingarfjarlægð frá ríkisvaldinu sem hefur leiðbeiningaskyldu að gegna gagnvart því. Sambandi fulltrúa í heilbrigðisnefnd og starfsfólks HES má lýsa út frá kenningum um ráðsmanninn. Sambandið milli starfsfólks HES og fulltrúa í heilbrigðisnefnd byggir almennt á trausti og til þess að það gangi upp þarf upplýsingarflæði þeirra á milli að vera gott. Ríkisstofnanir veita svo HES aðhald með mismunandi hætti. UST og MAST með leiðbeiningaskyldu, ráðuneytin með úrskurðarvald gagnvart hvar verkefni eiga heima sé skörun á þeim milli ríkisstofnanna og HES. Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála og umboðsmaður Alþingis veita aðhald í gegnum úrskurði og álit sín er varða vinnu og eða verkefni HES. Einnig má sjá að heilbrigðiseftirlitsvæðin eru ólík þrátt fyrir sameiginleg markmið. Almennt er til staðar verkaskipting á milli fulltrúa heilbrigðisnefnda og starfsfólks HES sem að mestu er mótuð af lögum. Daglegir þættir eru í höndum starfsfólks HES en stefnumótandi þættir í höndum heilbrigðisnefnda. This study focuses on the Environmental and Public Health Authorities of Iceland (HES). Their inward activities are examined, i.e. the relationship and division of tasks ...