Hvar eru konurnar? Hlufall kvenna í fréttaritstjórnum á Íslandi og möguleg áhrif kynjahalla á fréttir

Erlendar rannsóknir sýna að hlutfall kvenna í ritstjórnum fréttamiðla endurspeglar hvorki hlutfall kynjanna sem útskrifast úr blaða- og fjölmiðlanámi né hlutfall kvenna í stétt blaða- og fréttamanna. Staðan á Íslandi er svipuð. Konur eru aðeins ríflega tvær af hverjum tíu aðalritstjórum og fréttastj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birna Lárusdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39776
Description
Summary:Erlendar rannsóknir sýna að hlutfall kvenna í ritstjórnum fréttamiðla endurspeglar hvorki hlutfall kynjanna sem útskrifast úr blaða- og fjölmiðlanámi né hlutfall kvenna í stétt blaða- og fréttamanna. Staðan á Íslandi er svipuð. Konur eru aðeins ríflega tvær af hverjum tíu aðalritstjórum og fréttastjórum íslenskra fréttamiðla og er hlutfallið nánast það sama á alþjóðavísu. Breytir þá litlu hvort horft er til fjarlægari heimshorna eða nágranna á Norðurlöndunum þar sem jafnrétti kynjanna hefur lengst af verið mest. Hér er grafist fyrir um ástæður þess að konur virðast síður ná á toppinn í fréttamennsku en karlar og er leitað fanga í fræðigreinum og hjá álitsgjöfum, jafnt innanlands sem utan. Mælitækjum á borð við alþjóðlega verkefnið Global Media Monitoring Project og hina íslensku Jafnvægisvog eru gerð skil og rætt er við tvo gamalreynda rit- og fréttastjóra á íslenskum fréttamiðlum. Viðtölin í heild er að finna í viðaukum. Einnig er því velt upp hvort aukið hlutfall kvenna við stjórnvöl fréttamiðla hafi áhrif á fréttaflutning. Svo virðist sem fréttaumfjöllun breytist lítið en áferð fréttanna sé jákvæðari þegar konur eru við stjórn auk þess sem meira er um ítarlega umfjöllun um einstök mál. Hvað viðvíkur lágu hlutfalli kvenna í ritstjórastólum má draga þá ályktun að konur endist skemur í störfum blaða- og fréttamanna en karlkyns samstarfsmenn þeirra og því verði framgangurinn ekki sá sami og karlanna. Enn virðist það svo að erfiðara sé fyrir konur en karla að samræma erilsamt og krefjandi fréttastarfið við barneignir og fjölskyldulíf. Kvenfyrirmyndir í stjórnunarstöðum skortir og hugsanlega má leiða getum að því að konur nýti ekki tengslanet með sama hætti og karlar til að tryggja sér æðstu stöður og halda þeim. Both international and domestic data show that women are less than ¼ of all major news editors around the world despite outnumbering male students in journalism studies at universities and sometimes making up to half of journalists and reporters in the newsrooms. Countries with high scores in gender ...