Áhrif fjárhags á þátttöku unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi

Fátækt og skortur á efnislegum gæðum finnst í öllum samfélögum heims og er birtingarmynd þeirra breytileg. Í þessu lokaverkefni verða könnuð áhrif fjárhags á þátttöku unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi. Í rannsóknarskýrslunni verður fjallað um fátækt og skort á efnislegum gæðum, tómstunda og íþr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Ásbjarnardóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39739
Description
Summary:Fátækt og skortur á efnislegum gæðum finnst í öllum samfélögum heims og er birtingarmynd þeirra breytileg. Í þessu lokaverkefni verða könnuð áhrif fjárhags á þátttöku unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi. Í rannsóknarskýrslunni verður fjallað um fátækt og skort á efnislegum gæðum, tómstunda og íþróttaiðkun barna og unglinga, frístundakortið í Reykjavík og nýtingu þess. Rannsóknaraðferðin var megindleg og byggð á niðurstöðum spurningalista HBSC rannsóknarinnar „Heilsa og lífskjör skólanema frá árinu 2018.“ Notast var við svör nemenda 8. og 10. bekkja um allt land. Spurningin: „Hversu gott telur þú fjölskyldu þína hafa það fjárhagslega?” var notuð sem aðalbreyta og tengd við spurningar tengdar tómstundum og hindrunum til þátttöku þeirra. Unglingunum var skipt niður í þrjá hópa eftir kyni; drengir, stúlkur og einstaklingar sem skilgreina sig utan kynja tvíhyggjunnar og einnig hvort að þau teldu fjölskylduna sína hafa það gott fjárhagslega eða ekki. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að ekki var mikill munur á milli hópa á þátttöku í félagsmiðstöðva- og klúbbastarfi eða hópíþróttum eftir fjárhagsstöðu. Spurningin: „Er eitthvað af eftirtöldum sem kemur í veg fyrir að þú stundir þær tómstundir sem þú hefur áhuga á?” með breytuna „þær eru of dýrar” var einnig skoðuð og kom í ljós að stúlkur sem hafa það ekki gott fjárhagslega voru mun líklegri en hin kynin til þess að telja kostnað vera hindrun til þátttöku.