Kárahnjúkavirkjun og Snæfellshjörðin : hvernig er hægt að meta áhrif Kárahnjúkavirkjunar á hreindýrastofninn á Vesturöræfum

Verkefnið fjallar um hvernig hægt sé að meta áhrif Kárahnjúkavirkjunar á hreindýrastofninn og þá aðallega dýrin sem sækja á Vesturöræfi, s.k. Snæfellshjörð. Verkefnið er unnið út frá gögnum sem þegar hafa verið gefin út um hreindýr á Austurlandi og hreindýr aveiðiskýrslum síðu stu þriggja ára. Unnin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Björk Hjaltadóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/396
Description
Summary:Verkefnið fjallar um hvernig hægt sé að meta áhrif Kárahnjúkavirkjunar á hreindýrastofninn og þá aðallega dýrin sem sækja á Vesturöræfi, s.k. Snæfellshjörð. Verkefnið er unnið út frá gögnum sem þegar hafa verið gefin út um hreindýr á Austurlandi og hreindýr aveiðiskýrslum síðu stu þriggja ára. Unnin var viðhorfskönnun meðal lande igenda á Austurlandi sem fá arðgreiðslur af hreindýraveiðileyfum vegna ágangs hreindýra á jörðum þeirra. Miðað var við jarðir sem hreindýr úr Snæfellshjörðinni gengu á. Skipta má verkefninu upp í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um hreindýr, bæði almennt og síðan nánar um Snæfellshjörðina. Fyrsti hluti fjallar einnig um Kárahnjúkavirkjun og þær framkvæmdir sem þar fara fram. Annar hluti fjallar um hreindýr sem auðlind fyrir Austurland og niðurstöður hreindýraveiðiskýrslna. Í þriðja hluta er greint frá niðurstöðum áðurnefndrar viðhorfskönnunar. Þar kemur í ljós að landeigendur telja að áhrif Kárahnjúkavirkjunar verði ekki mikil á hreindýrastofninn svo lengi sem veðurfar er eins gott og það hefur verið síðustu 2- 3 ár. Þeir telja að áhrifin felist helst í því að hreindýr in færi sig til og finni önnur svæði til beitar og burðar. Helst er að nefna fjórar aðferðir við að meta áhrif Kárahnjúkavirkjunar á hreindýrastofninn. Fyrst er að nefna áframhaldandi talningar á hreindýrum með áherslu á talningu kálfa á vorin og ha ustin. Í öðru lagi er að fylgjast með fallþunga veiddra dýra því fallþungi gefu r vísbendingar um hvernig komið er fyrir stofninum, hvort dýrin fái nóg að bíta og brenna sér til framfærslu. Í þriðja lagi þarf að skoða ástand gróð urs á Vesturöræfum og Fljótsdalsheiði og meta hver áhrif hreindýranna eru á gróðurinn á móti sauðfé og gæs. Í fjórða og síðasta lagi þarf að taka tillit til veðurfars og taka veðurþáttinn meira inn í rannsóknir en áður. Lykilorð: Hreindýr – Kárahnjúkavirkjun – Veðurfar – Mat á áhrifum Auðlind – Hreindýraveiðar.