Læsisfimman og stærðfræðiþrennan : kennslukerfi sem byggir á sjálfstæði, ábyrgð, vali og auknu úthaldi nemenda

Þessi ritgerð er lokaverkefni mitt til B.Ed. prófs í grunnskólakennslu með áherslu á yngri barna kennslu. Markmið verkefnisins er að kynna kennslukerfi sem mikið er notað í Bandaríkjunum en hefur aðeins verið lítið notað hér á landi. Kennslukerfið byggist á tveimur þáttum sem hafa verið þýdd sem læs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hlín Guðnadóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39680
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni mitt til B.Ed. prófs í grunnskólakennslu með áherslu á yngri barna kennslu. Markmið verkefnisins er að kynna kennslukerfi sem mikið er notað í Bandaríkjunum en hefur aðeins verið lítið notað hér á landi. Kennslukerfið byggist á tveimur þáttum sem hafa verið þýdd sem læsisfimman og stærðfræðiþrennan. Læsisfimman varð til á undan, stærðfræðiþrennan varð til í framhaldinu og liggur sami grunnurinn að baki beggja kerfanna. Fjórir lykilþættir liggja til grundvallar: að byggja upp vinnuúthald, fjölbreytt val, sjálfstæði og ábyrgð nemenda. Bæði kerfin henta öllum aldurshópum því þau eru aðlöguð að markmiðum og getu nemenda. Í þessari ritgerð legg ég áherslu á stærðfræðiþrennuna en mun þrátt fyrir það vísa nokkuð oft í læsisfimmuna. Í byrjun er sagt frá því hvernig kennslukerfið varð til. Því næst er farið í grunnstoðir kerfisins og eru lesendur leiddir í gegnum það. Að lokum er farið vel í gegnum stærðfræðiþrennuna og hvernig unnið er með hana.