Samskipti heimila og grunnskóla á Íslandi : tengjumst - kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna : myndband og fræðsluefni á tengjumst.hi.is

Samskipti heimila og grunnskóla á Íslandi er myndband og vefsíða, eitt af fjórum meistaraverkefnum undir regnhlífinni Tengjumst – kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna. Sameiginlegt markmið okkar var að búa til fræðsluefni fyrir foreldra til þess að styrkja tengsl þeirra og grunnskóla, í þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valdimar Unnar Jóhannsson 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39618
Description
Summary:Samskipti heimila og grunnskóla á Íslandi er myndband og vefsíða, eitt af fjórum meistaraverkefnum undir regnhlífinni Tengjumst – kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna. Sameiginlegt markmið okkar var að búa til fræðsluefni fyrir foreldra til þess að styrkja tengsl þeirra og grunnskóla, í þágu barnanna. Myndböndin eru á arabísku, íslensku, pólsku og spænsku og birt á vefnum tengjumst.hi.is Markmið þessa verkefnis er að veita foreldrum upplýsingar um það hvernig samskiptum við grunnskóla á Íslandi er háttað í megindráttum og hvað það skiptir miklu máli að foreldrar séu vel upplýstir. Verkefnið er byggt á líkani Epstein um foreldraþátttöku, aðalnámskrá grunnskóla og lögum um grunnskóla sem og íslenskum rannsóknum á þessu sviði. Niðurstaðan, sem kynnt er í myndbandinu, er sú að virðing þurfi að ríkja í samskiptum milli heimilis og skóla því ef samskipti séu góð sé líklegra að skólaganga barnsins verði árangursrík. Hefðir og venjur eru misjafnar á milli skóla og því er mikilvægt að foreldrar séu vel upplýstir. Með góðu upplýsingaflæði stefna allir í sömu átt. Foreldrar mæta að jafnaði tvisvar sinnum í foreldraviðtöl á hverju skólaári, kennari boðar viðtalið og er þar vettvangur fyrir aðila að setjast niður og fara yfir stöðu barnsins í skólanum. Vinnan við þetta meistaraverkefni jók hæfni mína til að vinna í hópi. Það var ótrúlegt hvað samvinnan gaf mikið í vinnuferlinu og mæli ég hiklaust með þessari aðferð til að vinna lokaverkefni. Samvinnan er undirstöðuatriði í allri kennslu. Myndbandið Samskipti heimila og grunnskóla á Íslandi er framleitt í samstarfi fjögurra meistaranema, leiðbeinanda okkar, kvikmyndatökumanna af kennslusviði Háskóla Íslands, þýðenda og vina okkar sem léku í myndböndunum. Communication between homes and compulsory schools in Iceland is a video and a website, one of four master thesis under the umbrella term Connect – teachers and parents of immigrant children. Our common goal was to create educational material for parents to strengthen their relationship with compulsory schools, ...