„Ef þú kæmir inn í stofuna mína ættir þú að sjá að það væri semsagt leiðsagnarnám sem færi fram“ : námsmenning og viðhorf kennara til leiðsagnarnáms

Verkefnið er eigindleg rannsókn um innleiðingu leiðsagnarnáms (e. formative assessment) í þremur grunnskólum í Reykjavík. Markmiðið var að skoða hver viðhorf og upplifun grunnskólakennara er af innleiðingu leiðsagnarnáms og hvernig það birtist í kennslu þeirra. Leiðsagnarnám er námsmatsaðferð sem lý...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Heiðdís Elíasdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39617
Description
Summary:Verkefnið er eigindleg rannsókn um innleiðingu leiðsagnarnáms (e. formative assessment) í þremur grunnskólum í Reykjavík. Markmiðið var að skoða hver viðhorf og upplifun grunnskólakennara er af innleiðingu leiðsagnarnáms og hvernig það birtist í kennslu þeirra. Leiðsagnarnám er námsmatsaðferð sem lýsir sér meðal annars í stöðugri endurgjöf þar sem nemendur taka virkan þátt í eigin námi og ríkri námsmenningu. Tekin voru hálfopin viðtöl við þrjá grunnskólakennara sem starfa í grunnskólum sem tóku þátt í þróunarverkefni um innleiðingu leiðsagnarnáms. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að leiðsagnarnám sé árangursrík og gagnleg aðferð fyrir kennara sem vilja stuðla að ríkri námsmenningu sem einkennist meðal annars af fjölbreyttu og árangursríku námsmati, aukinni námsábyrgð og virkni nemenda og vaxandi hugarfari. Niðurstöðurnar styðja það að auka þurfi þekkingu á leiðsagnarnámi í kennaranáminu. Enn fremur er nauðsynlegt að kennarar fái viðeigandi stuðning og eftirfylgni við framkvæmd þess og að skólastarfið sé í stöðugri þróun. This project is a qualitative research about the implemantation of formative assessment in three elementary schools in Reykjavík. The aim was to examine the teachers‘ beliefs and experiences of the implementation process and how formative assessment is displayed within their classrooms. Formative assessment is a method with the goal that students recieve continuous feedback, they actively participate in their own learning and it contains a rich learning culture. Three elementary school teachers participated in semi-open interviews. They are currently participating in a development project on the implementation of formative assement within their elementary schools. The main results indicate that formative assessment is an effective and useful method for teachers that want to promote a rich learning culture. A prominent example of the learning culture is its diverse and effective assessment, increased student responsibility and participation, along with growth mindset. The results ...