Nám í samfélagsgreinum og hæfni á 21. öld : sjálfbærnikennsla í unglingadeild grunnskóla

Talið er víst að breytingar þurfi að verða á hegðun, lífsmynstri og neyslu mannsins ef ekki á að ganga um of á gnægtir Jarðar og setja umhverfi, samfélag og efnahagslíf úr skorðum. Samfélagsgreinar eru vettvangur þar sem málefni á borð við þessi eru tekin til athugunar og hæfniviðmið á því greinasvi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sofía Jóhannsdóttir 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39613
Description
Summary:Talið er víst að breytingar þurfi að verða á hegðun, lífsmynstri og neyslu mannsins ef ekki á að ganga um of á gnægtir Jarðar og setja umhverfi, samfélag og efnahagslíf úr skorðum. Samfélagsgreinar eru vettvangur þar sem málefni á borð við þessi eru tekin til athugunar og hæfniviðmið á því greinasviði taka á fjölbreyttum og oft viðamiklum efnisþáttum. Eitt af úrlausnarefnum kennara á þeim vettvangi er að fjalla um þessar áskoranir. Meistaraprófsverkefni þetta er heimilda- og viðtalsrannsókn þar sem leitast er við að varpa ljósi á hvernig hæfniþættir, sem kenndir hafa verið við 21. öldina, koma unglingum í hópi grunnskólanemenda fyrir sjónir og þá helst í tengslum við skilning þeirra á hugtökunum sjálfbærni og sjálbærri þróun sem viðfangsefnum í skólastarfi. Einnig verða rýndar hugmyndir þeirra um mögulegar aðgerðir eða lausnir andspænis umhverfisvanda samtímans og til lengri tíma litið. Einkum er horft á hæfni sem reynir á gagnrýna hugsun, samskipti, samvinnu, sköpun, þekkingu á eigin gildum og getu, og borgaravitund. Byggt er á rannsóknum og fræðilegum skrifum um þetta efni en einnig eigin reynslu af kennslu í samfélagsgreinum á unglingastigi ásamt rannsóknarviðtölum við rýnihópa unglinga, sjálfboðaliða úr hópi 10. bekkinga í grunnskóla í Reykjavík. Hóparnir voru beðnir að leggja mat sitt á sjálfbærnikennslu sem þeir höfðu fengið í skólanum ári áður og velta fyrir sér tengslum á milli sjálfbærni og hæfni 21. aldar með möguleg viðbrögð við umhverfisvanda samtímans í huga. Það er mat verkefnahöfundar að efla þurfi til muna sjálfbærnikennslu og tengsl hennar við daglegt líf. Áhersla á þætti kennda við 21. aldar hæfni fellur vel að kennslu um sjálfbærni og sjálfbæra þróun, lykilhæfni í almennum hluta námskrár og viðmiðum í samfélagsgreinum. Hana mætti hafa sýnilegri í skólastarfi og tengja betur veruleika eða raunheimi nemenda. Hæfni felst ekki síst í því hversu vel einstaklingum tekst að nýta hæfileika sína og yfirfæra þekkingu og færni á verkefni í daglegu lífi. It goes without saying, that in order to conserve ...