Ráðningarumhverfi á íslenskum vinnumarkaði : að velja hæfasta einstaklinginn. Samanburður á ráðningarumhverfi opinbers og almenns vinnumarkaðar

Á Íslandi skortir heildstæða löggjöf um vinnurétt. Þó er að finna ýmis lög og reglur er gilda um efnið en vandmeðfarið er að vinna eftir reglunum þar sem þær er að finna á víð og dreif í lögunum. Íslenskur vinnumarkaður skiptist upp í tvo meginhluta; almennan vinnumarkað og opinberan vinnumarkað. Un...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiðdís Rósa Sigurjónsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39579
Description
Summary:Á Íslandi skortir heildstæða löggjöf um vinnurétt. Þó er að finna ýmis lög og reglur er gilda um efnið en vandmeðfarið er að vinna eftir reglunum þar sem þær er að finna á víð og dreif í lögunum. Íslenskur vinnumarkaður skiptist upp í tvo meginhluta; almennan vinnumarkað og opinberan vinnumarkað. Undir almennan vinnumarkað heyra einkahlutafélög, hlutafélög og sjálfseignarstofnanir en undir opinberan vinnumarkað falla stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga. Megintilgangur ritgerðarinnar er að skoða muninn á ráðningarferli á almennum og opinberum vinnumarkaði og hvort reglur sem gilda um ráðningar á opinberum vinnumarkaði sníði stjórnendum á opinberum vinnumarkaði of þröngan stakk þegar kemur að ráðningum, jafnvel svo þeir geti ekki ráðið hæfasta umsækjandann. Stuðst verður við hina lagalegu aðferð og byggt á þeim réttarheimildum sem eiga við um efnið. Til glöggvunar verða einnig skoðaðir hæstaréttardómar, álit kærunefndar jafnréttismála, álit umboðsmanns Alþingis og félagsdómar. Helstu niðurstöður sýna að ráðningarumhverfið er mun frjálsara á almennum vinnumarkaði heldur en á þeim opinbera. Ráðningarferlið er byggt upp á svipaðan hátt á almennum og opinberum vinnumarkaði, en staðið er að ráðningarferlinu með ólíkum hætti þar sem opinberum vinnumarkaði eru settar þrengri skorður hvað það varðar með lögum og reglum sem gilda sérstaklega fyrir þann vinnumarkað. Má þar helst nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Meginreglur stjórnsýsluréttar skipta einnig miklu máli við ráðningar á opinberum vinnumarkaði. Iceland lacks a comprehensive employment law legislation. Existing laws and regulations are challenging for laymen to follow as they are distributed across various legal sectors. The Icelandic labour market is divided into two main sectors, general labour market and public labour market. The general labour market includes private limited companies, public corporations and private non-profit institutions while the public ...