Vöktun náttúrunnar sem viðfangsefni í skólastarfi : verkefnasafn fyrir grunnskóla

Markmið þessa meistaraverkefnis var að móta verkefnasafn fyrir grunnskóla um vöktun á náttúrunni sem byggir á aðalnámskrá og sýn kennara um slíka vinnu. Unnin var eigindleg rannsókn sem fólst í einstaklingsviðtölum við 12 kennara á öllum aldursstigum grunnskóla og í kennaramenntun háskóla. Niðurstöð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Sánchez 1998-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39556
Description
Summary:Markmið þessa meistaraverkefnis var að móta verkefnasafn fyrir grunnskóla um vöktun á náttúrunni sem byggir á aðalnámskrá og sýn kennara um slíka vinnu. Unnin var eigindleg rannsókn sem fólst í einstaklingsviðtölum við 12 kennara á öllum aldursstigum grunnskóla og í kennaramenntun háskóla. Niðurstöðurnar benda til að kennarar séu sammála um skýran ávinning á verkefnum um vöktun á náttúrunni. Þeir töldu að slíkt verkefnasafn verði að vera einfalt í framsetningu, snúast um stuttar vettvangsferðir og hafa skýrt skipulag og með hnitmiðuð hæfniviðmið, en líka upplýsingum um kveikjur, umræðuspurningar fyrir nemendur, gátlista og tillögur að námsmati. Þá komu fram óskir um að fá stuðning sérfræðinga í umhverfisvöktun bæði í upphafi og á meðan slík verkefni standa yfir, en einnig óskir um fjármagn fyrir tækjum, fámennari nemendahópa, góða aðstöðu úti og meiri sveigjanleika í stundatöflu. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum, fyrri verkefnum á vegum Landverndar og Landgræðslunnar, auk fræða sem kynnt eru var mótað safn 12 verkefna um vöktun á náttúrunni í nærumhverfi grunnskóla, hvort sem þeir eru í þéttbýli eða dreifbýli. Í verkefnasafninu eru verkefni fyrir alla aldurshópa: Fjögur verkefni fyrir yngsta stig, fjögur fyrir miðstig og fjögur fyrir unglingastig. Verkefnin beinast að mestu leyti að vöktun á gróðri, smádýrum, vistkerfum og rofi. Verkefnin eru aðallega tengd náttúrugreinum en þeir taka líka mið af hæfniviðmiðum frá öðrum námsgreinum eins og sviðlistum eða upplýsinga- og tæknimennt. Reynt hefur verið að gera verkefnin áhugaverð, menntandi og hvetjandi fyrir nemendur jafnt sem grunnskólakennara. The objective of this research is to create a project library for primary school teachers about monitoring nature. The projects take the national curriculum into consideration alongside the views and opinions of teachers regarding the projects. This research uses qualitative methods and, more precisely, utilizes interviews for collecting data. Twelve interviews were conducted with both primary school teachers of all ...