,,Betur sjá augu en auga" : áskoranir við innleiðingu teymiskennslu í unglingaskóla

Á undanförnum árum hefur teymiskennsla verið innleidd í mörgum skólum hér á landi, en í henni felst að tveir eða fleiri kennarar deila ábyrgð á kennslu í tilteknum nemendahópi eða kenna saman ákveðna námsgrein eða námsgreinar. Í þessu verkefni er gerð grein fyrir innleiðingu teymiskennslu í unglinga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Óskarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39551
Description
Summary:Á undanförnum árum hefur teymiskennsla verið innleidd í mörgum skólum hér á landi, en í henni felst að tveir eða fleiri kennarar deila ábyrgð á kennslu í tilteknum nemendahópi eða kenna saman ákveðna námsgrein eða námsgreinar. Í þessu verkefni er gerð grein fyrir innleiðingu teymiskennslu í unglingaskóla í Reykjavík þar sem höfundur var einn þátttakenda. Leitast er við að leggja mat á innleiðinguna með hliðsjón af líkani sem kanadíski fræðimaðurinn Michael Fullan (2016) hefur þróað. Rannsóknin er eigindleg og byggir á einstaklingsviðtölum við sjö teymiskennara sem tóku þátt í að innleiða teymiskennsluna. Í rannsókninni er unnið út frá eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig samræmist innleiðing teymiskennslu í ákveðnum unglingaskóla í Reykjavík kenningum Fullan um innleiðingu umbóta? Einnig var stuðst við eftirfarandi undirspurningar: Hvernig var staðið að undirbúningi og framkvæmd innleiðingarinnar? Hverjar eru helstu hindranirnar og hvernig er hægt að yfirstíga þær? Hver er helsti ávinningur teymiskennslunnar? Niðurstöður sýna að reynsla og viðhorf kennaranna til teymiskennslu er almennt jákvætt. Í augum kennaranna snýst teymiskennsla aðallega um sameiginlega ábyrgð á nemendum og kennslu þeirra. Samvinnan og samstarfið gekk vel, stuðningur innan teymisins og frá teymisstjóra að þeirra mati ómetanlegur. Viðmælendunum þótti ávinningur teymiskennslunnar felast í möguleikum á verkaskiptingu, meiri sveigjanleika og í því hversu vel væri hægt að halda utan um nemendahópinn. Helsta hindrunin sem varð á vegi þeirra var ótti við að stíga út fyrir rammann og tímaskortur. Í niðurstöðunum mátti greina að það hefði mátt leggja ríkari áherslu á sameiginlega framtíðarsýn þróunarverkefnisins áður en ráðist var í framkvæmd. Tilgangur hefði átt að vera skýrari og breytingarnar betur útskýrðar í upphafi. Kennurunum fannst vanta meiri faglega samræðu og sameiginlega ígrundun. Þegar innleiðingarferlið er skoðað með hliðsjón af líkani Fullan má sjá að vel hefði verið unnt að nýta það betur við innleiðinguna og áríðandi að gera ...