Félagsleg samskipti barna með sérþarfir í grunnskóla í Reykjavík : upplifun þriggja barna með sérþarfir á félagslegum samskiptum sínum

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun barna sem þurfa sérstuðning í grunnskólum á félagslegum samskiptum sínum. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla ber skólum skylda að tryggja félagslegan þroska barna og er það því mikilvægt að skólar hlúi vel að félaglegum samskiptum barna með sérþarfir og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra María Bergþórsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39550
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun barna sem þurfa sérstuðning í grunnskólum á félagslegum samskiptum sínum. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla ber skólum skylda að tryggja félagslegan þroska barna og er það því mikilvægt að skólar hlúi vel að félaglegum samskiptum barna með sérþarfir og nýti þann stuðning sem þau eiga rétt á til að styðja þau í félagslega krefjandi aðstæðum. Í rannsókninni var stuðst við eigindlega aðferðafræði. Tekin voru hálfopin viðtöl við þrjú börn í 2.–4. bekk í einum grunnskóla í Reykjavík þar sem leitast var við að fá innsýn inn í daglegt líf þeirra í skólanum og heyra þeirra upplifun af félagslegum samskiptum sínum þar. Einnig voru þátttakendur beðnir um að halda dagbók yfir félagslegu samskipti sín í þrjá daga fyrir viðtal. Þátttakendur áttu það allir sameiginlegt að eiga rétt á sértækum stuðning og fengu fjármagn með sér inn í grunnskólann. Helstu niðurstöður benda til þess að þátttakendur séu almennt ánægðir í skólanum. Hins vegar benda þær einnig til þess að þátttakendur séu ekki vel staddir félagslega og kjósi fremur að taka þátt í einföldum leikjum sem og samskiptum við jafnaldra sem ekki eru mjög krefjandi. Einnig bentu niðurstöður til þess að börnin myndu kjósa félagsleg samskipti í skólanum fram yfir einveru þrátt fyrir að þau væru oft ein, t.d. í frímínútum þar sem þau drógu sig í hlé frá frjálsum leik þar sem félagslegu samskiptin eru hvað mikilvægust. The aim of this study was to examine the social interactions experience of children who need special support in primary school in Iceland. According to the national curriculum for primary schools in Iceland, schools are required to ensure social development of children and it is therefore important that schools nurture the social interaction of children with special needs and use the support resources, to which they are entitled to, to support them in socially demanding situations. The study was based on a qualitative methodology. Semi-structured interviews were conducted with three children in second to fourth ...