Tengsl hreyfifærni, líkamssamsetningar og íþróttaþátttöku hjá unglingum í 7.–10. bekk í grunnskóla

Hreyfifærni getur haft áhrif á þátttöku í hreyfingu og íþróttum hjá unglingum. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram að góð hreyfifærni hefur jákvæð tengsl við þessa þætti. Færri rannsóknir eru til um samband líkamssamsetningar og hreyfifærni sem og kynjamun þessara þátta á unglingsaldri. Markmið ran...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ísak Óli Traustason 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39540
Description
Summary:Hreyfifærni getur haft áhrif á þátttöku í hreyfingu og íþróttum hjá unglingum. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram að góð hreyfifærni hefur jákvæð tengsl við þessa þætti. Færri rannsóknir eru til um samband líkamssamsetningar og hreyfifærni sem og kynjamun þessara þátta á unglingsaldri. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl hreyfifærni við líkamssamsetningu og íþróttaþátttöku hjá unglingum í 7.– 10. bekk í grunnskóla ásamt því að skoða mun milli kynja. Notast var við gögn úr rannsókninni „Líkamshreysti, hreyfifærni, áhugahvöt, svefn og næring 13 – 16 ára unglinga“ sem aflað var haustið 2017. Þátttakendur í rannsókninni voru úr 7. – 10. bekk úr tveimur grunnskólum í Reykjavík. Alls tók 387 nemendur þátt, þar af 210 drengir og 177 stúlkur. Hreyfifærni var mæld með MABC – 2 hreyfifærniprófinu en það inniheldur átta þrautir sem mæla boltafærni, jafnvægi og fínhreyfingar. Líkamssamsetning var metin með því að mæla hæð, þyngd, mittismál, líkamsfituprósentu og reikna út líkamsþyngdarstuðul (BMI). Þátttakendur svöruðu ítarlegum spurningalista um svefn, næringu, áhugahvöt, hreyfingu og íþróttaþátttöku og var notast við spurninguna um íþróttaþátttökuna í þessari rannsókn. Tölfræðileg vinnsla fór fram í SPSS og myndir voru gerðar í Microsoft Excel. Til þess að bera sama stúlkur og drengi var framkvæmt óháð t – próf til að athuga hvort marktækur munur væri milli kynja og til þess að skoða áhrif líkamssamsetningar og íþróttaþátttöku á hreyfifærni var framkvæmd línuleg aðhvarfsgreining. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stúlkur við 12 ára, 13 ára og 14 ára aldur voru með marktækt betri hreyfifærni en drengir á sama aldri. En ekki mældist marktækur munur á hreyfifærni hjá 15 ára drengjum og stúlkum. Marktæk neikvæð tengsl voru á milli BMI og hreyfifærni hjá 13 ára drengjum og á milli BMI, mittisummáls, líkamsfituprósentu og hreyfifærni hjá drengjum 14 ára. Íþróttaþátttaka sýndi jákvæð tengsl við hreyfifærni hjá þátttakendum af báðum kynjum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að stúlkur séu með betri ...