„Það litast svoldið af því hvað er til í bókakompunni“ : bókmenntaval á unglingastigi

Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvaða þættir hafa áhrif á bókmenntaval íslenskukennara á unglingastigi og hvers vegna ákveðnar bækur eru kenndar en aðrar ekki. Grunnskólar hafa töluvert frelsi þegar kemur að vali á bókmenntum. Rannsóknir á bókmenntakennslu hérlendis benda hins vegar til...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hjalti Freyr Magnússon 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39533
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvaða þættir hafa áhrif á bókmenntaval íslenskukennara á unglingastigi og hvers vegna ákveðnar bækur eru kenndar en aðrar ekki. Grunnskólar hafa töluvert frelsi þegar kemur að vali á bókmenntum. Rannsóknir á bókmenntakennslu hérlendis benda hins vegar til þess að bókmenntaval grunnskóla sé keimlíkt hér á landi. Til að varpa ljósi á viðfangsefnið voru tekin viðtöl við fimm íslenskukennara á unglingastigi í þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að reyna að komast að því á hverju bókmenntaval kennaranna byggist og af hverju þeir kenna ákveðnar bækur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nokkrir þættir stýri bókmenntavali kennara og því hvers vegna ákveðnar bækur eru kenndar en aðrar ekki. Aðgengi að bókmenntum stýrir vali kennara og er bókmenntaval oftar en ekki bundið við það sem er til inni í bókakompunni. Auk þess getur staða skólabókasafna skipt sköpum fyrir kennara og ber þar helst að nefna úrval af fjölbreyttum bókum. Jafnframt benda niðurstöður til þess að hefð hafi áhrif á val á bókmenntum og algengara sé að bækur sem kenndar hafa verið áður verði fyrir valinu. Kennarar reyndu að velja bækur sem höfðuðu til nemenda og þeirra reynsluheims. Að auki vörpuðu niðurstöður ljósi á að kennarar byggja val sitt á því að til sé einhvers konar stuðningsefni, kennsluleiðbeiningar og verkefnabanki með bókunum. Kennarar rannsóknarinnar voru yfirleitt í samstarfi þegar kemur að bókmenntavali og gefa niðurstöður til kynna að það geti haft eitthvað að segja í vali á bókmenntum. The subject of this study is to investigate what factors influence the literature choice of Icelandic teachers at the adolescent level and why certain books are taught while others are not. Primary schools have a certain freedom when it comes to choosing literature. However, research on literature teaching in Iceland has indicated that the choice of literature is similar between primary schools in this country. In order to shed light on the subject, qualitative interviews were ...