Allir á sömu vegferð : starfendarannsókn um samstarf í samreknum skóla í Reykjavík

Meistaraprófsritgerð þessi er starfendarannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar var að leita leiða til þess að styrkja og viðhalda samfellu og samvinnu á milli skólastiga í grunnskóla í Reykjavík. Markmið með þessu verkefni er að draga fram hugmyndir, sýn og styrkleika fólks sem kemur að samstarfi leiksk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auður Valdimarsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39510
Description
Summary:Meistaraprófsritgerð þessi er starfendarannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar var að leita leiða til þess að styrkja og viðhalda samfellu og samvinnu á milli skólastiga í grunnskóla í Reykjavík. Markmið með þessu verkefni er að draga fram hugmyndir, sýn og styrkleika fólks sem kemur að samstarfi leikskólans, grunnskólans og frístundaheimilisins og ákvarða næstu skref þessarar samvinnu út frá þeim. Í rannsókninni leitast rannsakandi við að svara spurningunni: Hvernig get ég sem deildarstjóri nýtt hugmyndir og viðhorf starfsfólks til að skapa vettvang um samstarf á milli leikskóla, grunnskóla og frístundaheimilis sem stuðlar að og viðheldur sterkri samfellu á milli skólastiga? Rannsóknin fór fram í Dalskóla í Reykjavík sem er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístundaheimili. Rannsakandi er starfandi við skólann sem deildarstjóri á yngsta stigi. Rannsóknartími var frá skólabyrjun 2019 til vors 2021. Í fræðilegri umfjöllun er dregin fram saga þessara þriggja stofnanna innan menntakerfisins: grunnskólans, leikskólans og frístundaheimilisins. Skoðaðar eru rannsóknir sem tengjast samstarfi á milli skólastiga og fjallað um samfellu í skólastarfi. Að lokum er fjallað um forystu og starfsþróun í skólastarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsfólk sé almennt jákvætt fyrir samstarfinu og upplifi samvinnu á milli skólastiganna. Þeim finnst samstarfið bæði gagnlegt og skemmtilegt og upplifa að bæði börn og starfsfólk njóti góðs af því. Starfsfólk kallar eftir meiri undirbúningstíma til að undirbúa samstarfið og til að skapa nýjan vettvang til samstarfs. Helsti lærdómur þessarar rannsóknar snýst um þróun minnar eigin fagvitundar og hvernig hún er undirstaðan í að ég komi auga á hugmyndir og viðhorf samstarfsfólks og mikilvægi dreifðrar ábyrgðar og samtalsins í að hlúa að og styrkja samfellu milli skólastiganna. This master thesis is an action research. The goal of the study was to try to find ways to strengthen and maintain continuity and cooperation between school levels in an elementary school in ...