Þátttaka kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini á Íslandi: Hvað hefur áhrif á þátttökuna?

Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. World Health Organization, WHO) skilgreinir krabbamein sem stóran hóp sjúkdóma sem einkennast af stökkbreytingu eða óeðlilegum vexti frumna út fyrir venjuleg mörk þeirra. Algengasta krabbamein meðal kvenna á heimsvísu er brjóstakrabbamein (e.breast can...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Ýr Gunnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39476
Description
Summary:Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. World Health Organization, WHO) skilgreinir krabbamein sem stóran hóp sjúkdóma sem einkennast af stökkbreytingu eða óeðlilegum vexti frumna út fyrir venjuleg mörk þeirra. Algengasta krabbamein meðal kvenna á heimsvísu er brjóstakrabbamein (e.breast cancer). Sjálfskoðun og skipulögð einkennalaus skimun er árangursrík aðferð til að auka líkur á snemmgreiningu brjóstakrabbameins. Snemmgreining bætir batahorfur sjúklinga ásamt því að draga úr dánartíðni. Konur fá sitt fyrsta boðunarbréf í skipulagða einkennilausa skimun fyrir brjóstakrabbameini þegar þær ná 40 ára aldri. Boðunarbréfin fá konur á tveggja ára fresti til 69 ára aldurs. Í janúar 2021 breyttist fyrirkomulagið og eru konur frá aldrinum 70 ára til 74 ára boðaðar til að mæta í skipulagða einkennilausa skimun fyrir brjóstakrabbameini á þriggja ára fresti. Hinsvegar eru ekki allar konur sem kjósa að nýta sér þá þjónustu sem regluleg skimun er. Markmið: Að gera grein fyrir mætingu kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini og skoða hvort bæta þurfi mætingu kvenna í skimun og þá hvernig. Einnig að skoða hvort aldur, búseta, menntun og tekjur hafi áhrif á mætingu í skimun sem og viðhorf til þjónustu Leitarstöðvarinnar. Efni og aðferðir: Rannsóknin er aftursýn megindleg rannsókn. Farið var yfir heildarmætingu kvenna árin 2018 og 2019 á Leitarstöðinni hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Brjóstamóttökunni. Einnig voru notuð gögn úr könnun sem Krabbameinsfélagið framkvæmdi árið 2019 á rafrænan hátt þar sem handahófskennt úrtak úr Þjóðskrá fékk boð um að taka þátt. Skoðað var sérstaklega spurningar tengdar skimunum fyrir brjóstakrabbameini og hvort mæting í skimun væri tengd fjórum bakgrunnsbreytum sem voru aldur, búseta, menntun og tekjur. Niðurstöður: Meirihluti kvenna mætir í brjóstaskimun án þess að hafa fundið fyrir einkennum. Um 20% kvenna sem mæta í brjóstaskimun greina frá því að vera með einkenni í stað þess að hafa leitað til læknis vegna þeirra. Aldur kvenna virðist hafa áhrif á mætingu í skimun þar sem færri ...