Landfylling í Elliðaárvogi

Í þessari ritgerð er fjallað um fyrirhugaða landfyllingu á Sævarhöfða í Elliðaárvogi þar sem áætlað er að byggja upp íbúðarsvæði. Landfyllingar eru gjarnan notaðar þegar stækka þarf hafnarsvæði í Reykjavík og nágrenni en eru sjaldnar byggðar einungis fyrir íbúðir. Í ritgerðinni er farið yfir Aðal...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefán Ari Björnsson 1995-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39360
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um fyrirhugaða landfyllingu á Sævarhöfða í Elliðaárvogi þar sem áætlað er að byggja upp íbúðarsvæði. Landfyllingar eru gjarnan notaðar þegar stækka þarf hafnarsvæði í Reykjavík og nágrenni en eru sjaldnar byggðar einungis fyrir íbúðir. Í ritgerðinni er farið yfir Aðalskipulag Elliðaárvogs, sem og ramma- og deiliskipulag svæðisins. Möguleg umhverfisáhrif framkvæmdarinnar eru skoðuð og er landfyllingin borin saman við aðrar áætlaðar landfyllingar í núverandi Aðalskipulagi. Einnig er skoðað hvort aðrir raunhæfir möguleikar en landfylling séu til staðar. Að lokum er farið yfir kosti og ókosti uppbyggingar landfyllingar í Elliðaárvogi. Dregin er upp mynd af því hvað felst í gerð landfyllingar sem byggð er í þeim tilgangi að þétta byggð og spurt er hvort slíkar framkvæmdir séu nægilega gagnrýndar. Fyrir þessa rannsókn var heimilda aflað úr bókum, skýrslum, tímaritum, af heimasíðum fyrirtækja og úr viðtölum. Viðtöl voru tekin af höfundi við Harald Sigurðsson, deildarstjóra Aðalskipulags Reykjavíkurborgar, Björn Guðbrandsson, Arkitekt hjá Arkís, og Sigurð R. Helgason, fyrrum forstjóra Björgunar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að áætluð landfylling í Elliðaárvogi sé í heildina litið jákvæð fyrir svæðið ef notað verður efni úr öðrum framkvæmdum í grennd við Reykjavík sem ekki er mengandi. Auk þess er þörf á að horfa gagnrýnni augum á framkvæmdartillögur fyrir íbúðarsvæði, að horfa á heildarmyndina og að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og umhverfisvænum lausnum.