Attitudes towards men who have sex with men donating blood in Iceland

Karlar sem stunda kynlíf með körlum (MSM) mega ekki gefa blóð á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf til blóðgjafa MSM, og hvort aldur, að hafa gefið blóð, ásamt fleiri breytum spái fyrir um þau viðhorf. Einnig voru tilgátur um miðlunaráhrif félagslegrar drottnunargirni (SDO), f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarnlaug Ósk Jónsdóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Sex
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39328
Description
Summary:Karlar sem stunda kynlíf með körlum (MSM) mega ekki gefa blóð á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf til blóðgjafa MSM, og hvort aldur, að hafa gefið blóð, ásamt fleiri breytum spái fyrir um þau viðhorf. Einnig voru tilgátur um miðlunaráhrif félagslegrar drottnunargirni (SDO), fordóma og viðnáms gegn breytingum (RTC) sett fram fyrir sum þessara sambanda. Heildarsvör voru 356, þar af voru 81,5% konur og 17,7% karlar. Meðalaldur var 38,8 ár (SD = 11,46). Flestir eða 86,5% studdu ekki bann, var það talið fordómafullt, ósanngjarnt og of strangt. Niðurstöður bentu til jákvæðrar fylgni á milli neikvæðra viðhorfa til blóðgjafa MSM og aldurs, áhrif faglegra ráðlegginga og að telja blóðgjafir ekki vera mannréttindi. Hins vegar var neikvæð fylgni milli áhuga á að gefa blóð og að eiga samkynhneigðan eða tvíkynhneigðan vin eða ættingja. Að hafa gefið blóð hafði ekki áhrif á viðhorf. Niðurstöður bentu einnig til þess að fordómar miðluðu að hluta tengslum aldurs og viðhorfa til blóðgjafa MSM. SOD miðlaði að hluta sambandinu milli þess að telja yfirvöld hafa áhrif á eigin viðhorf, og viðhorfa til blóðgjafa MSM. Sambandið milli þess að telja blóðgjafir ekki vera mannréttindi og viðhorfa til blóðgjafa MSM var ekki miðlað af RTC. Lykilorð: viðhorf, karlar sem stunda kynlíf með körlum (MSM), fordómar, félagsleg drottnunargirni (SDO), viðnám gegn breytingum (RTC), blóðgjöf, frávísun, mannréttindi Men who have sex with men (MSM) are excluded from donating blood in Iceland. This study aimed to explore attitudes towards MSM donating blood, and if age, having donated blood, and other variables, predicted those attitudes. Furthermore, it was hypothesized that Social Dominance Orientation (SDO), Sexual Prejudice, and Resistance to Change (RTC) mediated some relationships. Complete responses were 356, 81.5% female and 17.7% male. Mean age was 38.8 (SD = 11.46). Most participants (86.5%) did not support the ban, finding it prejudicial, unfair, and too strict. Results indicated a significant positive correlation ...