Fegurðin í raunveruleikanum, Högna Sigurðardóttir

Högna Sigurðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929 og stundaði nám í arkitektúr við frönsku listaakademíuna École des Beaux-Arts í París þar sem hún útskrifaðist með yfirburðarárangri árið 1960. Högna varð fyrsti Íslendingurinn til að ljúka námi þaðan og jafnframt fyrsta konan til þess að teikn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Sara Magnúsdóttir 1997-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39227
Description
Summary:Högna Sigurðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929 og stundaði nám í arkitektúr við frönsku listaakademíuna École des Beaux-Arts í París þar sem hún útskrifaðist með yfirburðarárangri árið 1960. Högna varð fyrsti Íslendingurinn til að ljúka námi þaðan og jafnframt fyrsta konan til þess að teikna hús á Íslandi. Hús og byggingar Högnu þykja gersemar í íslenskri byggingarlist. Arfleið hennar er mikil enda var hún óhrædd við að fylgja róttækum viðhorfum sínum gagnvart faginu. Með sinn bakgrunn og sína þrá fylgdi hún sínu innsæi, hún var gædd einstökum hæfileikum og rammaði inn hugmyndir sem oft á tíðum þóttu nýstárlegar og öðruvísi. Jafnvel þó að hún hafi lengstum búið í París eru verk hennar rammíslenskari í hugsun en flest það sem byggt hefur verið hér á landi. Fjögur hús eftir Högnu standa á höfuðborgarsvæðinu en það fimmta var byggt í Vestmannaeyjum en varð að lúta í lægra haldi fyrir eldgosinu á Heimaey árið 1973. Var það fyrsta verk Högnu, sem hún teiknaði að námi loknu og verða því gerð skil í þessari ritgerð. Högna hafði framúrstefnulegar hugmyndir um arkitektúr og lagði áherslu á tengsl húss við náttúru þar sem heiðarleg efniskennd var lykilþáttur. Hver var þessi merkilega kona og úr hvaða umhverfi spratt hún?