Þróun heimilisofbeldismála á Íslandi : heimilisofbeldi á tímum COVID-19

Í bakkalár ritgerð þessari í lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri leitast höfundar við að varpa ljósi á þróun málaflokksins heimilisofbeldi á Íslandi á milli áranna 2014 og 2020. Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvaða áhrif heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa á málaflokkinn. Þar s...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Rannveig Brynja Sverrisdóttir 1970-, Elín Jóhannsdóttir 1969-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39170
Description
Summary:Í bakkalár ritgerð þessari í lögreglu- og löggæslufræði við Háskólann á Akureyri leitast höfundar við að varpa ljósi á þróun málaflokksins heimilisofbeldi á Íslandi á milli áranna 2014 og 2020. Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvaða áhrif heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa á málaflokkinn. Þar sem erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós aukningu á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 könnuðu höfundar hvort reynslan hérlendis væri sú sama. Höfundar notuðu eigindlega aðferðarfræði, tóku hálfstöðluð viðtöl við níu lögreglumenn hérlendis með sérþekkingu á málaflokknum. Viðmælendur voru spurðir um upplifun þeirra af málaflokknum og breytingarnar sem hafa orðið á milli áranna 2015 og 2020. Rýnt var í aðdraganda að breyttu verklagi hérlendis í málaflokknum sem hófst með breyttum verklagsreglum í janúar 2015. Höfunda langaði einnig að draga fram hvort breytingar hafi orðið á heimilisofbeldismálum á tímum COVID-19; það er málafjölda, eiginleika þeirra og afgreiðslu. Almennt töldu viðmælendur ekki hafa orðið aukningu í málaflokknum heimilisofbeldi en vegna COVID-19 hafi orðið afturför í eftirfylgni mála. Þegar rýnt var í tölfræðigögn mátti sjá stigvaxandi aukningu á skráningu mála hjá lögreglu í málaflokknum á milli áranna 2015 og 2020. Aukningin var að meðaltali 3,8% á ári á milli áranna 2015 og 2019 en á milli áranna 2019 og 2020 var aukningin 13,2%, eða 9,4% hærri en búast mátti við. Lykilorð: Heimilisofbeldi, lögreglan, COVID-19 In this Bachelor thesis in Police Science from The University of Akureyri the authors wanted to see the development in the field of domestic violence in Iceland between the years 2014 and 2020. Special emphasis was put on what effect, if any, a pandemic like COVID-19 has on the field. As foreign researches have shown an increase in domestic violence during COVID-19 the authors studied if law enforcement in Iceland had the same experience. The authors used a quantitative research approaches while interviewing nine Icelandic police officers with special knowledge in the field. The interviewees ...