„Deyjandi stétt“ : greining á stöðu og framtíðarsýn prentiðnaðar á Íslandi

Markmið þessa verkefnis er að leggja mat á stöðu og framtíðarsýn prentiðnaðar á Íslandi. Við rannsóknina voru þrjár aðferðir nýttar. Spurningalistar sem lagðir voru fyrir almenna starfsmenn, viðtöl sem tekin voru við stjórnendur og kennitölugreining sem framkvæmd var með tölum frá Hagstofunni. Í rit...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveinn Andri Jóhannsson 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39148
Description
Summary:Markmið þessa verkefnis er að leggja mat á stöðu og framtíðarsýn prentiðnaðar á Íslandi. Við rannsóknina voru þrjár aðferðir nýttar. Spurningalistar sem lagðir voru fyrir almenna starfsmenn, viðtöl sem tekin voru við stjórnendur og kennitölugreining sem framkvæmd var með tölum frá Hagstofunni. Í ritgerðinni er fjallað um prentiðnað frá nokkrum sjónarhornum, upphafi prentunar, sögu prentiðnaðar á Íslandi og þróun hans. Fjallað er um nýliðun og endurmenntun í faginu ásamt umfjöllun um kennitölugreiningar og tilgang hennar. Lögð var fram ritgerðarspurningin; Hvaða áhrif hefur núverandi staða prentiðnaðar á framtíðarhorfur greinarinnar? Við rannsóknina kom í ljós að starfsaldur er hár og nýliðun er lítil. Starfsmenn segjast ekki mæla með faginu við sína nánustu eins og tíðkast gjarnan þegar börn feta í fótspor foreldra sinna. Það gefur vísbendingar um að starfsmenn sjái ekki mikla framtíð í prentiðnaði. Lagt er til að námsumhverfið verði endurskoðað og að boðið yrði upp á nýja og endurbætta námsbraut sem myndi aðlaga sig að þeirri þróun sem gæti átt sér stað á næstu árum, þ.e. að hver einstaklingur geti sinnt vinnsluferlinu frá A-Ö frekar en að fólk mennti sig í einstökum greinum eins og bókbandi, grafískri miðlun eða prentun. Núverandi staða prentiðnaðar hefur þau áhrif að í framtíðinni eru frekari sameiningar í kortunum. Samfara sameiningum fækkar starfsfólki í greininni, bæði með uppsögnum og einnig með því að ekki verða ráðnir inn nýir starfsmenn þegar aðrir fara á eftirlaun. Það skapar þá hættu að mikilvæg þekking glatist. Störfin munu breytast og mun hver starfsmaður þurfa að ganga í fleiri störf en áður. Starfsöryggi starfsfólks er ógnað með óvissu um afkomu í framtíðinni sem gæti valdið því fólk leiti frekar annað. Lykilorð: Prentun, framtíð, mannauður, stjórnendur, nýliðun. The goal of this assignment is to evaluate the status and prospects of the printing industry within Iceland. Three research methods were used in this assessment; questionnaires which were given to general staff, interviews that were ...