Vegan snyrtivörur : álit og kauphegðun íslenskra kvenna

Vegan lífsstíll nýtur sífellt meiri vinsælda um heim allan en lítið er til af upplýsingum um neytendahegðun þegar kemur að vegan snyrtivörum. Það þótti því áhugavert að reyna að afla nýrra upplýsinga um íslenska vegan neytendur og markaðinn á íslandi. Einblínt var á álit og kauphegðun íslenskra kven...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Silja Dröfn Jónsdóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39140
Description
Summary:Vegan lífsstíll nýtur sífellt meiri vinsælda um heim allan en lítið er til af upplýsingum um neytendahegðun þegar kemur að vegan snyrtivörum. Það þótti því áhugavert að reyna að afla nýrra upplýsinga um íslenska vegan neytendur og markaðinn á íslandi. Einblínt var á álit og kauphegðun íslenskra kvenna þegar kemur að vegan snyrtivörum. Upplýsinga var aflað úr fræðigreinum og kennslubókum. Höfundur fór einnig í vettvangsferð til að skoða hvernig markaðurinn horfir við vegan neytendum og kannaði erlendar og innlendar vefverslanir. Viðtal var tekið við starfsmann snyrtivöruheildsölu til að fá betri sýn á markaðinn eins og hann er í dag og framtíð hans. Einnig var framkvæmd spurningakönnun á meðal íslenskra kvenna. Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að íslenskar konur 34 ára og yngri séu líklegri en íslenskar konur 35 ára eða eldri til að velja að lifa vegan lífsstíl. Einnig kom fram að helstu ástæður fyrir því að velja vegan lífsstíl og vegan snyrtivörur eru af siðferðilegum toga, en það eru dýravernd og umhverfisvernd sem hafa mest áhrif. Könnun á markaðnum leiddi í ljós að töluvert úrval er af vegan snyrtivörum á íslenskum snyrtivörumarkaði en yfirleitt vantaði upp á merkingar. Það kom í ljós að íslenskir framleiðendur leggja ekki áherslu á að merkja vörur sínar með vegan merkingum, en niðurstöður könnunarinnar sýna að neytendum fannst best að sjá að vara væri vegan ef hún hefði vottun og meirihluti þátttakenda bar traust til vegan vottana. Bæði framleiðendur og seljendur gætu því náð betur til vegan neytenda með betri merkingum og markaðssetningu vegan vara. Lykilorð: Neytendahegðun, vegan, snyrtivörur, markaðssetning, vegan vottanir. Veganism is a growing trend all around the world, yet there is not much information available about consumer behaviour and buying patterns when it comes to vegan cosmetics. The objective of this paper was to obtain more information about Icelandic vegan consumers and the vegan cosmetics market in Iceland. The focus was on the attitudes of Icelandic women towards vegan ...