„Endurkomutíðnin er nánast alltaf tengd fíkniefnum“ : reynsla karlmanna sem hafa endurtekið hlotið fangelsisdóma, af áföllum

Verkefnið er lokað til 01.06.2030. Bakgrunnur rannsókna: Endurkomutíðni í fangelsi á Íslandi er í kringum 40% og eru karlmenn um 90% fanga bæði á Íslandi og í Evrópu. Áfallatíðni fanga er há og vímuefnavandinn mikill og úrræði af skornum skammti hvað varðar geðheilbrigðismál fanga þar til nýlega. Ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Oddný Dögg Friðriksdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39107
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.06.2030. Bakgrunnur rannsókna: Endurkomutíðni í fangelsi á Íslandi er í kringum 40% og eru karlmenn um 90% fanga bæði á Íslandi og í Evrópu. Áfallatíðni fanga er há og vímuefnavandinn mikill og úrræði af skornum skammti hvað varðar geðheilbrigðismál fanga þar til nýlega. Tilgangur rannsóknarinnar: Að skoða reynslu karlmanna sem hafa afplánað fleiri en einn fangelsisdóm, af þeim áföllum sem þeir hafa lent í á lífsleiðinni og reyna að dýpka skilning á endurkomutíðni karlmanna í fangelsi á Íslandi. Rannsóknaraðferðin: Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru þrír karlmenn sem allir höfðu afplánað tvo eða fleiri fangelsisdóma. Niðurstöður: Allir þrír þátttakendur höfðu upplifað áföll, tveir bæði í barnæsku og á fullorðinsárum og einn á fullorðinsárum. Tveir þeirra höfðu langa sögu um vímuefnaneyslu og einn hafði enga sögu um neyslu á vímuefnum en hafði framleitt þau. Allir voru þeir sammála um að endurkomutíðni í fangelsi væri tengd neyslu frekar en áföllum. Niðurstöðunum var skipt í fimm meginþemu: 1) „Sumir eiga bara alls ekki heima í fangelsi, þeir eiga heima á geðdeild“ 2) „Maður vill að fólk sjái það og finni það að maður er ekki eins“ 3) „Ég taldi mig vera ódauðlegan vel lengi og geri það kannski ennþá daginn í dag“ 4) „Um leið og þú þarft að mæta í vinnu þá þýðir það ekkert að vera í neyslu“ 5) „Ég frekar leiddist inn í þetta í gegnum félagsskapinn“. Ályktun: Áföll og vímuefnaneysla eru stórir áhættuþættir fyrir endurkomu í fangelsi. Meirihluti fanga eru í eða eiga sögu vímuefnaneyslu og hafa upplifað áföll. Lykilorð: fyrirbærafræði, fangar, endurkomutíðni, áföll, geðheilbrigðisþjónusta fanga Background research: Recidivism rates in the Icelandic prison system is 40% and men make up approximately 90% of the prison population both in Iceland and in Europe. Trauma among prisoners is common and drug abuse is very common. The resources for prisoner’s mental health have not been sufficient until lately. The purpose of this study: To explore the experience of men who have ...