„Það besta kemur frá því versta“ : tengsl andlegs styrks og þunglyndiseinkenna afreksíþróttamanna

Þessi lokaritgerð er unnin til BA prófs í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort munur væri hversu hátt hlutfall afreksíþróttamanna skora yfir viðmiðunarmörk þunglyndiseinkenna. Hvort munur væri á andlegum styrk og þunglyndiseinkennum íþróttamanna á keppnistíma...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Katrín Ösp Eyberg Rúnarsdóttir 1994-, Fjóla Sigurðardóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39098
Description
Summary:Þessi lokaritgerð er unnin til BA prófs í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort munur væri hversu hátt hlutfall afreksíþróttamanna skora yfir viðmiðunarmörk þunglyndiseinkenna. Hvort munur væri á andlegum styrk og þunglyndiseinkennum íþróttamanna á keppnistímabili og utan þess ásamt hvort þeir væru að glíma við meiðsli. Hvort einhvers konar samband væri á milli andlegs styrks og þunglyndiseinkenna og síðast en ekki síst hvort samband sé á milli andlegs styrks og undirkvarða þess á sérstökum einkennum þunglyndis. Alls tóku 113 manns þátt í rannsókninni. Þáttakendurnir voru allt íþróttafólk á aldrinum 18-37 ára. Fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa skoðað hugtakið andlegur styrkur og hvernig það ætti við íþróttafólk, hvort að íþróttafólk sem skoraði hærra á andlegum styrk væri líklegra til að finna fyrir minni þunglyndis- og kvíðaeinkennum. Í þessari rannsókn var andlegur styrkur skoðaður ásamt fyrri rannsóknum um hugtakið en hugtakið er ekki svo auðveldlega skilgreint en samt sem áður talin vera mikilvægur þáttur innan íþróttanna. Notast var við tvo sjálfsmatskvarða en þeir voru SMTQ (sports mental toughness questionnere) til að skoða andlegan styrk ásamt undirkvarða þess og PHQ-9 (patient health questionnere-9) til þess að skoða þunglyndiseinkenni. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu fram á að ekki var marktækur munur á þunglyndiseinkennum hjá íþróttafólki sem var á keppnistímabili eða utan þess, þá var ekki marktækur munur á hvort íþróttafólk var að glíma við meiðsli. Marktæk tengsl voru á andlegum styrk og nokkrum undirkvörðum SMTQ við þunglyndiseinkenni PHQ-9, hinsvegar ber að hafa í huga þar sem fylgnin milli þessara þátta voru í flestum tilfellum veik er ekki hægt að alhæfa með fullri vissu um tengsl. Nauðsynlegt er að hafa í huga þegar að rannsóknin er skoðuð að hún var ekki gerð án takmarkana. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar var aldursbil þátttakanda og stærð úrtaksins en það var heldur lítið. Mögulegt væri því að nýta þessa rannsókn sem grunn að frekari ...