Tengsl kynferðisofbeldis og líkamsímyndar meðal íslenskra unglinga í 10. bekk

Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt félagslegt vandamál, árás á líkamleg heilindi einstaklinga sem getur haft víðtæk neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra til langs tíma. Unglingsárin spila lykilhlutverk í þróun líkamsímyndar einstaklinga og eru áföll á borð við kynfe...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erla Rán Friðriksdóttir 1991-, Elín Sjöfn Einarsdóttir 1974-, Erna Valdís Jónsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39088
Description
Summary:Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt félagslegt vandamál, árás á líkamleg heilindi einstaklinga sem getur haft víðtæk neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra til langs tíma. Unglingsárin spila lykilhlutverk í þróun líkamsímyndar einstaklinga og eru áföll á borð við kynferðisofbeldi í æsku líkleg til að hafa neikvæð áhrif á líkamsímynd þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hugsanleg tengsl kynferðisofbeldis og líkamsímyndar meðal íslenskra unglinga í 10. bekk. Stuðst var við gögn úr staðlaða spurningalistanum Heilsa og lífskjör skólanema 2013/2014, íslensku útgáfunni af alþjóðlegu HBSC (Health Behaviours in School-Aged Children) rannsókninni. Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri stóð að baki rannsókninni hérlendis en fyrirlögn hennar fer fram á fjögurra ára fresti að fyrirmynd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (World Health Organization, WHO). Þátttakendur voru allir skólanemar í 10. bekk á Íslandi, 3618 talsins og var kynjahlutfall nokkuð jafnt; 47,8% stúlkur á móti 49,3% drengir en 2,9% gáfu ekki upp kyn sitt. Leitast var svara við því hvort stúlkur séu líklegri til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi og hafi neikvæðari líkamsímynd en drengir, hvort kynferðisofbeldi hafi neikvæð áhrif á líkamsímynd og hvort kynbundinn munur sé til staðar og að endingu hvort vægi kynferðisofbeldis hafi áhrif á líkamsímynd eftir því sem ofbeldið er grófara. Niðurstöður sýna að stúlkur eru ríflega tvöfalt líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi í æsku en drengir en 21% stúlkna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi á móti 9% drengja. Líkamsímynd stúlkna mælist talsvert neikvæðari en líkamsímynd drengja, 9% stúlkna eru mjög ánægðar með eigin líkamsímynd á móti 29% drengja. 11% stúlkna mælast mjög óánægðar með eigin líkamsímynd á móti 2% drengja. Niðurstöður á tengslum kynferðisofbeldis og líkamsímyndar sýndu að af þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi hafði meirihluti stúlkna neikvæða líkamsímynd en meirihluti drengja jákvæða líkamsímynd. Vægi kynferðisofbeldis reyndist ...