Mörk ásetnings og gáleysis í íslenskum refsirétti : með hliðsjón af þokukenndum ásetningi og hvötum

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A.-prófs við Lagadeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir saknæmisskilyrðunum, ásetningi og gáleysi, og hinu vandasömu verkefnum dómstóla við úrlausn mála sinna þegar um þau skilyrði ræðir. Almennt ákvæði er að finna í 18. gr. almennra hegning...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórdís Karen Þórðardóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39067
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A.-prófs við Lagadeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir saknæmisskilyrðunum, ásetningi og gáleysi, og hinu vandasömu verkefnum dómstóla við úrlausn mála sinna þegar um þau skilyrði ræðir. Almennt ákvæði er að finna í 18. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en þar er tilgreint að aðeins sé refsað fyrir brot á lögunum ef verknaður er framinn af ásetningi, en sérreglur koma til álita og heimilt er að sakfella aðila fyrir gáleysisbrot lögum samkvæmt ef þess er sérstaklega getið í viðkomandi refsiákvæði. Af því leiðir að ásetningur fellur undir hefðbundna refsiábyrgð og gáleysi kemur eingöngu til greina ef viðkomandi refsiákvæði heimilar slíka tilhögun. Gert var grein fyrir gáleysi og ásetningi og sérstaklega skoðað hvar mörkin skarast í íslenskum refsirétti. Til hliðsjónar og samanburðar voru önnur birtingarform ásetnings könnuð, þ.e. þokukenndur ásetningur og hvatir, til þess að skoða hvort þau hafi áhrif þegar kemur að skörun milli saknæmisskilyrðana, bæði fræðilega séð og í dómaframkvæmd. This thesis is a final project for a B.A. degree at the Faculty of Law at the University of Akureyri. The dissertation describes the conditions of mens rea, intent and negligence, and the difficult tasks of the courts in resolving their cases when those conditions arise. A general provision can be found in Article 18 of Almenn Hegningarlög nr. 19/1940, which states that a violation of the law is only punished if the act is committed intentionally, but special rules are considered, and a party may be convicted of negligence in accordance with law if it is specifically mentioned in the relevant penal provision. As a result, intent falls under traditional criminal liability and negligence is only possible if the relevant penal provisions allow such an arrangement. The terms negligence and intent have been defined, and special attention was paid to where the boundaries overlap in Icelandic criminal law. For consideration and comparison, other manifestations of intent ...