Hvað kom fyrir þig? : áfallamiðuð nálgun í framhaldsskólum

Meistaraprófsverkefni þetta er 30 ECTS eininga lokaverkefni sem unnið er til M.Ed prófs í kennarafræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri með áherslu á framhaldsskólastig. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar fræðileg greinargerð og hins vegar fræðsluefni. Meginmarkmið verkefnisins er að opna enn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Nóadóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39041
Description
Summary:Meistaraprófsverkefni þetta er 30 ECTS eininga lokaverkefni sem unnið er til M.Ed prófs í kennarafræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri með áherslu á framhaldsskólastig. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar fræðileg greinargerð og hins vegar fræðsluefni. Meginmarkmið verkefnisins er að opna enn frekar umræðuna um það alvarlega lýðheilsuvandamál sem sálræn áföll eru ásamt því að varpa ljósi á algengi, einkenni og afleiðingar. Athyglinni er sérstaklega beint að erfiðum upplifunum í æsku og hvernig þær teygja anga sína inn í allar hliðar lífs einstaklingsins, þar á meðal skólagöngu. Áfallamiðaðri nálgun eru gerð góð skil og í framhaldi er skólakerfið fléttað inn í og fjallað um mikilvægi framlags starfsmanna skólans, sér í lagi stjórnenda og kennara, í baráttunni við afleiðingar áfalla. Undirstrikað er mikilvægi þess að mæta einstaklingum með áfallasögu á þeirra forsendum, á viðeigandi og virðingaríkan hátt með það fyrir augum að byggja þá upp, draga úr skaða og koma í veg fyrir að endurvekja upplifun af áfalli. Í lokin eru tekin saman nokkur skref sem kennarar geta tekið til að styðja betur við nemendur sína með flókna áfallasögu og búa þeim betra og öruggara námsumhverfi. Svo virðist sem að þessari þekkingu sé ábótavant í skólakerfinu en fyrir hvern sem vinnur með börnum og ungmennum og ekki síst fyrir þau sjálf, getur hún verið ómetanleg. Samhliða greinargerðinni setti höfundur saman auðskiljanlegt og hagnýtt fræðsluefni fyrir kennara og annað starfsfólk framhaldsskóla. Tilgangur fræðsluefnisins Áfallamiðuð nálgun í skólakerfinu - Verkfæri kennarans er að auka þekkingu þessara aðila á áföllum og áfallamiðaðri nálgun í starfi með ungmennum með flókna áfallasögu. Lögð er áhersla á að mynda tengsl sem byggja á trausti og jákvæðum, virðingaríkum og uppbyggilegum samskiptum auk þess að horfa lengra en þá hegðun sem einstaklingur sýnir og reyna að átta sig á hvað býr henni að baki og drífi hana áfram. Lykilorð: áfall, erfið upplifun í æsku, ungmenni, áfallamiðuð nálgun, nemendur, skóli, fræðsluefni, kennarar ...