„Mér þótti ekki mikill tilgangur með bókmenntafræði á þeim tíma“ : viðhorf útskrifaðra nemenda til íslenskukennslu í framhaldsskóla

Íslenskukennsla er ein af kjarnagreinum aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla. Viðhorf nemenda til íslenskukennslu hefur ekki verið mikið rannsakað. Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf útskrifaðra nemenda úr framhaldsskóla til íslenskukennslu í heild sinni. Auk þess voru væntingar nemenda s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundur Friðbjarnarson 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39033
Description
Summary:Íslenskukennsla er ein af kjarnagreinum aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla. Viðhorf nemenda til íslenskukennslu hefur ekki verið mikið rannsakað. Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf útskrifaðra nemenda úr framhaldsskóla til íslenskukennslu í heild sinni. Auk þess voru væntingar nemenda skoðaðar og hvort þeir upplifðu tilgang með náminu. Rannsókn þessi er byggð á eigindlegri aðferðafræði og voru tekin opin einstaklingsviðtöl við sjö viðmælendur. Viðmælendur útskrifuðust með stúdentspróf úr framhaldsskóla á árunum 2012-2020. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að flestir þátttakendur voru jákvæðir gagnvart eigin upplifun af íslenskunámi í framhaldsskóla. Tæplega helmingur þátttakenda hafði litlar væntingar til náms síns í íslensku og rúmlega helmingur með væntingar sem tengdust málfræði. Einn þátttakandi var auk þess með væntingar um að geta nýtt íslenskuna í áframhaldandi námi. Mörgum þátttakendum fannst mikil áhersla lögð á bókmenntafræði, sögur og Íslendingasögur og flestum fannst vægi bókmenntafræðinnar of mikið. Meirihluti þátttakenda hefði ekki þegið að skrá sig í fleiri áfanga í íslensku. Flestir þátttakendur töluðu um góða eða ágæta hæfni í íslensku í dag og sáu tilgang með námi sínu í íslensku. The school subject Icelandic is one of the key components of the curriculum, for both elementary schools and high schools as well as colleges in Iceland. Nonetheless, the attitude of students towards the teaching of Icelandic has not been thoroughly researched. The objective of the research was to look into the perception of graduated students, with regards to the study of the Icelandic language as a whole. In addition, the level of the students' expectations was looked into along with how purposeful they felt their studies were. This research is qualitative and seven in-depth interviews were conducted. All participants had finished matriculation examinations between 2012-2020. In essence, the result was that most of the participants held a positive view when it came to their individual Icelandic ...