Framkvæmd sérkennslu í fimm grunnskólum á Íslandi

Verkefnið er lokað til 30.06.2044. Umfjöllunarefni ritgerðar er framkvæmd sérkennslu í grunnskólum á Íslandi en samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fyrir skólaárið 2019-2020 er um þriðjungur grunnskólanemenda á Íslandi í sérkennslu. Í rannsókninni var skoðað hvers vegna nemendur fara í sérkennslu, hvaða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Lillý Kjærnested 1978-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39024
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 30.06.2044. Umfjöllunarefni ritgerðar er framkvæmd sérkennslu í grunnskólum á Íslandi en samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fyrir skólaárið 2019-2020 er um þriðjungur grunnskólanemenda á Íslandi í sérkennslu. Í rannsókninni var skoðað hvers vegna nemendur fara í sérkennslu, hvaða lærdómur fari þar fram, hverjir sjá um að kenna sérkennsluna og halda utan um hana. Í hvernig rýmum sérkennslan fer fram, hvort hún fari fram innan eða utan bekkjar, viðhorf til sérkennslu og hvort mælanlegur árangur er af sérkennslunni. Tekin voru viðtöl í fimm grunnskólum á Íslandi og voru viðmælendur ýmist skólastjórar, aðstoðarskólastjórar, deildarstjórar sérkennslu og/eða sérkennarar. Tveir viðmælendur í hverjum skóla, alls tíu þátttakendur. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að nemendur með greiningar og skilgreindan námsvanda fara í sérkennslu og einnig nemendur sem búa ekki við mikla námserfiðleika en þurfa tímabundinn stuðning. Nemendur á öllum aldursstigum fengu sérkennslu en meira var um stuðning á yngri stigum, sérstaklega vegna lesturs. Álíka hátt hlutfall drengja og stúlkna var í sérkennslu og fór sérkennslan oftar fram utan bekkjar. Misjafnt var hvort sérkennari eða almennur kennari kenndi sérkennsluna en deildarstjórar sérkennslu voru sérkennarar í öllum tilvikum. This dissertation is submitted for a Magister Artium degree in educational sciences at the University of Akureyri. The topic of the dissertation is the implementation of special education in primary schools in Iceland, but according to figures from Statistics Iceland, 31,2% of primary school students in Iceland are in special education. The study examines why students go to special education, what lessons take place in special education, who is in charge of teaching and managing special education. In how special education takes place, whether special education takes place inside or outside the classroom, attitudes towards special education and whether there are measurable results from special education. Interviews were conducted in ...