Máltaka og Tákn með tali : áhrif Tákn með tali á máltöku ungra barna

Lokaritgerð þessi er hluti B.Ed- prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, veturinn 2021. Máltaka er þroskaferli sem flest börn ganga í gegnum. Máltaka hefst strax á meðgöngu, er hæg í upphafi en þroskast svo hratt fram til sex ára aldurs en þá tekur við þróunarferli þar sem málið þróast út ævina...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Ester Jónsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39013
Description
Summary:Lokaritgerð þessi er hluti B.Ed- prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, veturinn 2021. Máltaka er þroskaferli sem flest börn ganga í gegnum. Máltaka hefst strax á meðgöngu, er hæg í upphafi en þroskast svo hratt fram til sex ára aldurs en þá tekur við þróunarferli þar sem málið þróast út ævina. Mörg börn geta átt í erfiðleikum með máltöku og eru til allskyns málörvunaraðferðir til að hjálpa börnum að ná betri tökum á málinu. Hér verður fjallað sérstaklega um máltöku ungra barna og aðferðir til að örvar máltökuna en þó verður sérstök áhersla lögð á Tákn með tali (TMT) og hvernig sú aðferð er nýtt og hvaða beinu áhrif hún hefur á máltöku. Tákn með tali er tjáningarform sem ætlað er heyrandi einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með mál og tal. Auk þess verður fjallað mjög lauslega um málörvunar og hljóðnámið Lubbi finnur málbein. Fjallað verður um málþroskapróf sem nýtt eru hér á landi til að greina bæði mál- og önnur þroskafrávik hjá börnum á leikskóla aldri. Einnig verður fjallað lauslega um aðrar aðferðir sem geta jafnframt haft jákvæð áhrif á máltöku barna. Í seinni hluta verkefnisins verður farið yfir þann ávinning sem verður þegar Tákn með tali og önnur tjáningarform eru nýtt sem kennsluaðferð í leikskólum hér á landi. Unnið verður út frá því að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða áhrif hefur Tákn með tali á málþroska hjá ungum börnum? This thesis is the final assignment for a B.Ed.-degree in preschool educational science from the University of Akureyri, winter 2021. Language development is a developmental process most children go through. The language developmental process begins during pregnancy, it‘s slow to begin with but develops rapidly until six years of age, when the child starts to develop it‘s language in some capacity throughout it‘s life. Many children may have difficulties learning their language and there are all kinds of language stimulation methods to help children gain a better grasp of the language. In this thesis language development will be the topic as well as methods to stimulate ...