Lærum íslensku : námsefni fyrir arabískumælandi nemendur með íslensku sem annað mál

Verkefnið er lokað til 05.05.2141. Þessi skýrsla er lokaverkefni höfunda til B.Ed.-prófs í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Hér verður fjallað um nemendur með arabísku sem móðurmál innan íslensks skólakerfis og upplifun þeirra innan þess. Skólamenning er mismunandi á milli landa og því er mik...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Wala Abu Libdeh 1985-, Anna Björg Rúnarsdóttir Fjeldsted 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Report
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39011
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 05.05.2141. Þessi skýrsla er lokaverkefni höfunda til B.Ed.-prófs í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Hér verður fjallað um nemendur með arabísku sem móðurmál innan íslensks skólakerfis og upplifun þeirra innan þess. Skólamenning er mismunandi á milli landa og því er mikilvægt fyrir þá sem koma að menntun barna af erlendum uppruna að skilja hvernig upplifun þeirra af skólakerfinu er. Það getur skipt sköpun fyrir þá nemendur að mæta skilningi og væntumþykju frá því fólki sem tekur á móti þeim í nýju landi. Fjölskyldur sem hafa þurft að flýja heimaland sitt hafa ekki tengslanet í nýjum heimkynnum og það getur þá verið erfitt að mæta mótlæti íbúa landsins í staðinn fyrir skilning. Í skýrslunni koma fram þau fimm stig menningaráfalls sem nýbúar eiga á hættu að upplifa í nýju landi. Tilgangur lokaverkefnis þessa er að útbúa námsefni fyrir arabískumælandi nemendur sem eru byrjendur í íslensku. Ákveðið var að setja verkefnið fram á þann hátt að hægt væri að nýta það innan skólans og heima fyrir. Nemendur með arabísku sem móðurmál þurfa að læra latneskt letur, sem þeir eru ekki endilega vanir, og að skrifa frá vinstri til hægri. Námsefnið leggur þó áherslu á orðaforða sem kemur fyrir í skólanum, á heimilinu og utan dyra. Tungumálið er tæki mannkyns til að eiga í samskiptum og því eiga nemendur að geta átt í einföldum samskiptum eftir að hafa farið í gegnum kaflana í námsefninu. Námsefnið er allt þýtt á arabísku, sem gerir það að verkum að foreldrar nemenda geta aðstoðað þá við heimalærdóminn og lært nokkur íslensk orð í leiðinni. Einnig er það afar myndrænt, þar sem nemendur eru á ólíkum stað námslega og ekki víst að allir kunni að lesa arabísku. Jafnframt hafa sumir nemendur með arabísku sem móðurmál aldrei stigið inn í skóla í heimalandinu. Vegna þessa var reynt að hafa námsefnið á þann hátt að það hentaði ólíkri getu nemenda með arabísku sem móðurmál. This report is the authors‘ final project for a B.Ed.-degree in pedagogy at the University of Akureyri. Here we will discuss students ...